is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8546

Titill: 
  • Atvinnu- og tekjumöguleikar tónskálda á Íslandi í dag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Atvinnu- og tekjumöguleikar tónskálda á Íslandi í dag er heiti á lokaritgerð til BA
    prófs undirritaðrar í tónsmíðadeild við Listaháskóla Íslands. Viðfangsefnið er einkum
    að varpa ljósi á möguleika tónskálda til atvinnu og á þau styrkja og starfslaunakerfi
    sem í gangi eru hér á landi. Tónskáldafélag Íslands, STEF og Íslensk tónverkamiðstöð
    eru kynnt og meðal annars farið yfir möguleika tónskálda til að hljóta starfslaun
    listamanna, heiðurslaun Alþingis, heiðurslaun bæjarlistamanna og ýmsa smærri styrki.
    Frá stofnun Tónskáldafélags Íslands árið 1945 hefur félagið barist fyrir réttindum
    tónskálda. Við úthlutun starfslaunaárið 2010 fékk eitt tónskáld laun til tveggja ára
    tónsmíða, eitt tónskáld til tónsmíða í eitt ár. Baráttan stendur enn.
    Í verkefninu er birtur útdráttur úr viðtölum við tónskáldin Áskel Másson og
    Kjartan Ólafsson. Annar starfar eingöngu við tónsmíðar, hinn er kennari og tónskáld.
    Af viðtölunum má glöggt sjá að tilvist tónskálds er mikil barátta í að hafa í sig og á.
    Flest tónskáld vinna aðra vinnu. Hafi tónskáld fast starf, verður það að velja á milli
    þess og starfslauna ef þau bjóðast og hætta á að tapa starfinu áður en starfslaunaárinu
    lýkur. Tónskáldunum þ ykir lítill jöfnuður með listamönnum varðandi starfslaun og
    styrki. Á sama tíma er kreppa í samfélaginu og umræða um laun til handa
    listamönnum í neikvæðasta lagi.
    Niðurstaða verkefnisins er nokkuð afgerandi. Það vantar töluvert á að möguleikar
    tónskálda til þess að iðka list sína séu til jafns við marga aðra listamenn. Þrátt fyrir
    það er þó ljós í myrkrinu. Fjallað er um rannsóknina skapandi störf sem kynnt var af
    mennta- og menningamálaráðuneytinu þann 1. desember 2010 og lítillega fjallað um
    aðrar smærri kannanir. Skapandi störf skiptast niður í sjónlistir, sviðslistir, bækur og
    útgáfu, hljóð og mynd og bæði áþreifanlegan og óáþreifanlegan menningararf. Tónlist
    og þar með tónsmíðar falla undir sviðslistir. Ítarlegar upplýsingar eru enn í vinnslu
    um rannsóknina um skapandi störf. En það sem fyrir liggur er þó afgerandi, og ljóst
    að skapandi störf eru einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Þar starfa um 6%
    vinnandi fólks í landinu og ársverkin hafa flest orðið um tíu þúsund.
    Helstu niðurstöður könnunarinnar styðja það sem víða kemur fram í þ essu
    verkefni. Störf listamanna leiða af sér fjöldann allan af öðrum störfum og geta verið
    hluti af þeirri vegferð að stíga út úr kreppunni.

Samþykkt: 
  • 17.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf256.71 kBLokaðurHeildartextiPDF