is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8550

Titill: 
  • ADHD: Kynja- og undirgerðamunur á einkennum, félagslegri skerðingu, vitrænni skerðingu og fylgikvillum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðaltilgangur rannsóknarinnar var að kanna kynja- og undirgerðamun ADHD á Íslandi á þáttunum félagsleg skerðing og vitræn skerðing sem og einkenni og fylgikvillum. Erlendar rannsóknir sýna að stelpur eru með jafnmikla ef ekki meiri félagslega skerðingu en strákar og meiri vitræna skerðingu. Börn með ADHD verða oft fyrir höfnun af völdum jafningja, þau eru óvinsæl og eiga fáa eða enga vini. Rannsóknir sýna einnig að allt að 87% þeirra greinast með fylgikvilla og algengasti fylgikvillinn eru hegðunarraskanir. Úrtakið samanstóð af börnum sem komið höfðu í greiningu á ADHD á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Þátttakendur voru 115 talsins og þar af voru 85 strákar og 30 stelpur. Helstu niðustöðurnar voru þær að stelpur eru með alvarlegri einkenni og meiri heildarvanda en strákar. Kynin eru með svipað mikla félagslega skerðingu. Strákar eru metnir almennt með meiri einkenni á ASSQ listanum og skora hæst á þættinum félagslegir erfiðleikar. Börn með undirgerðina blandaða gerð ADHD eru metin með alvarlegri einkenni og meiri heildarvanda heldur en börn með ráðandi athyglisbrest. Þau eru talin vera með minni félagshæfni og eiga í meiri félagslegum erfiðleikum en börn með ráðandi athyglisbrest. Algengustu fylgikvillarnir voru mál/tal erfiðleikar/röskun og mótþróaþrjóskuröskun. Ekki kom fram munur á milli hópanna á vitsmunaþroskaprófi en börn með ADHD skora lægra heldur en stöðlunarhópur. Niðurstöðurnar voru að mestu í takt við erlendar rannsóknir og bjóða upp á frekari rannsóknir á ADHD í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 17.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð cand.pdf995.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna