is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8553

Titill: 
  • Hálendi Íslands, ferðamennska og afþreying
  • Titill er á ensku Icelandic highlands, tourism and recreation
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Mikilvægi ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi hefur aukist undanfarin ár bæði vegna fjölgunar erlendra ferðamanna sem koma til Íslands auk þess sem ferðalög Íslendinga um eigið land njóta vaxandi vinsælda. Náttúra landsins er helsta aðdráttaraflið og nýtur hálendi Íslands jafnan mikilla vinsælda. Hálendi Íslands er viðkomustaður margra ferðamanna en aðdráttarafl þess felst einkum í fjölbreyttu landslagi auk þeirrar ósnortnu víðáttu sem þar er. Fjölgun ferðamanna leiðir af sér aukið álag á náttúruna auk þess sem fjölgunin getur leitt til árekstra á milli ólíkra tegunda ferðamennsku. Til þess að vernda náttúruna en jafnframt að mæta þörfum ólíkra hópa er nauðsynlegt að auka skipulag og stjórnun á hálendinu.
    Í þessari ritgerð verður greint frá niðurstöðum rannsóknar á viðhorfum ferðamanna sem hafa farið um hálendið. Markmið rannsóknarinnar er að greina hvers konar ferðamennska sé stunduð þar, auk þess að fá fram hvernig ferðamenn upplifa ferðalög sín um hálendið. Til þess að skipulag og stjórnun víðernissvæða á hálendinu verði markvissara til framtíðar er nauðsynlegt að fá fram sjónarhorn allra hagsmunaaðila á svæðinu og eru ferðamenn einn þessara hagsmunaaðila.
    Rannsóknin fór fram veturinn 2011 og fólst í viðtölum við annars vegar 10 dæmigerða íslenska ferðamenn sem fóru í jeppaferð um hálendið með 4x4 jeppaklúbbnum og 1 skipuleggjanda hálendisferða. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að fjölbreytt ferðamennska er stunduð á hálendinu. Almenn ánægja var meðal þessara ferðamanna með ferðir sínar um hálendið og var það einkum fjölbreytileiki náttúrunnar, hin ósnortnu víðerni sem þar eru, kyrrðin og fámenni sem hafði áhrif á þá upplifun.
    Lykilorð: Víðernisferðamennska, upplifun ferðamanna, hálendið.

  • Útdráttur er á ensku

    The role that tourism plays in the Icelandic economy has increased in importance over the past few years both because of the rise in foreign tourists to Iceland but also because of more popularity in domestic travel by Icelanders. Icelandic nature is one of the country’s main attractions and the highlands are steadily popular. The highlands is part of the mid Iceland and its attraction involves the variation in the landscape and the unspoiled nature surrounding this region. The increase in tourism in certain areas often leads to added strain to the natural environment as well as leading to possible confrontation between the different types of tourism in the area. In order to protect nature and meet the needs of the various types of tourism, it is necessary to increase cooperation between the various tourism organizations in the region. One possible direction is to understand the needs for tourism in the Icelandic highlands.
    This paper focus on opinions and results drawn from research involving the expectations of tourists who all have much experience in travelling in the mid Iceland region. The objective of the research is to distinguish what kind of tourism is practiced as well as analyze how tourists experience their visit to the highlands. In order to increase organizational and management efficiencies in the future, stakeholders must get the opinions and view points of interested parties, mainly tourists. This research took place during the vinter of 2011 and includes 11 interviews with tourists travelling within the highlands.
    The conclusion show that a variety of tourism is practiced in the mid Icelands region. Interviews were conducted with actual tourists who were in a jeep tour with 4x4 jeepclub. Overall, positive responses were received by all tourists traveling within the mid Iceland region. The individual responses indicated that the variation in landscape, the vast untouched wilderness, the peacefulness as well as the lack of crowds were the main points in their positive experiences.
    Key words: wilderness tourism, tourism experiences and the highlands

Samþykkt: 
  • 17.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheidur Ásta Bs PDF.pdf562.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna