ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Sviðslistadeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8561

Titill

Jón Gnarr og listaverk hans, Besti flokkurinn

Skilað
Mars 2011
Útdráttur

Hér er leitast við að svara spurningunni hvort Besti flokkur Jóns Gnarr sé
listgjörningur og fjallað um hann sem stjórnmálamann í hlutverki, hver virkni þess
og grundvöllur sé.
Litið er til frama Jóns Gnarr sem uppistandara og leikara. Þá er Jón Gnarr
skilgreindur sem póstmódernískur listamaður í borgarstjórastöðunni meðal
annars út frá kenningum Kanadamannsins Linda Hutcheon sem segir
póstmóderníska list fjalla um og meðvitað draga úr lykilhugtökum eins og gildum,
reglu, merkingu, stjórn og sjálfi einstaklingsins sem hefur verið forsenda
borgaralegs frjálslyndis.1 Í kjölfarið eru ritrýndar greinar um tilkomu Simpsonfjölskyldunnar
inn í amerískan afþreyingariðnað í upphafi 10. áratugar síðustu
aldar skoðaðar og tilurð Besta flokksins sett í samhengi við niðurstöður þeirra. Þá
er hinu fljótandi kyngervi Jóns Gnarr gefinn gaumur og það skoðað hvernig hann
kemst undan því að vera beint stimplaður sem hvítur gagnkynhneigður karlmaður
sérstaklega í samhengi við orðræðu hans, klæðaburð og framkomu hans í dragi.
Loks er stöðu Jóns Gnarr velt upp í samhengi við þá staðreynd að helstu forkólfar
og kenningasmiðir póstmódernismans eru látnir og margir spyrja sig hvað taki við
og hvort pláss sé fyrir Besta flokkinn í því sem við tekur. Að lokum er það skoðað
hvort performansinn renni saman við raunveruleikann síðar, Jón hætti að
performera borgarstjórann, hreinlega verði hann og takist þannig að breyta ásjónu
íslenskra stjórnmálamanna.
Margt má sjá sameiginlegt með framboði Besta flokksins og afbyggingartækni
póstmódernismans eins og hún birtist í listum. Flokkurinn notaði þessi verkfæri til
þess að ná kjöri og að þeim forsendum gefnum er flokkurinn listaverk eða hefur að
minnsta kosti ígildi þess.

Samþykkt
18.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf149KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna