ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Hönnunar- og arkitektúrdeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8569

Titill

Shared space/samnýtt rými : lögmál shared space/samnýtts rýmis skoðuð í samhengi við hlutverk borga, sögu og þróun gatna og götur sem leiksvið félagslegra athafna

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Áhrif bílaumferðar á líðan fólks í borgarrýmum er umhugsunarverð. Nú hefur sú hugsun rutt sér til rúms að samnýta götur í heild sinni fyrir gangandi, hjólandi og akandi umferð. Sú hugmyndafræði hefur hlotið nafnið Shared space og mun útleggjast hér sem samnýtt rými.
Samnýtt rými er aðferð til að snúa við þeirri þróun sem orðið hefur í borgum síðan á miðri síðustu öld. Síðan þá hafa borgir verið skipulagðar með það í huga að það sé réttur hvers og eins að geta ekið um þær óhindrað. Frá dögum Aristótelesar hefur félagslegur þáttur borga verið talinn þeirra helsta sérkenni og mikilvægt er að sá þáttur falli ekki í gleymsku. Mannlíf sem áður skapaðist við daglegar útréttingar fólks hefur að vissu leyti horfið af götunum vegna bílvæðingar. Sá þáttur borga að bjóða sífellt upp á óvænt mannleg samskipti hefur því ef til vill minnkað.
Hugmyndafræði samnýtts rýmis leytast við að ná mannlífi aftur út á göturnar og bæta hlutskipti gangandi og hjólandi vegfarenda í umferðinni. Það er gert með því að útrýma aðgreiningu mismunandi tegunda umferðar. Allir hafa jafnan rétt í göturýminu og treyst er á athyglisgáfu vegfarenda og hæfni þeirra til að lesa aðstæður. Niðurstaðan er lækkun aksturshraða og aukning fótgangandi vegfarenda.
Hugmyndafræðin er andsvar við miklum reglugerðum og bent er á að umferðarljós og aðrar hefðbundnar aðferðir til aukins umferðaröryggis geti haft þveröfug áhrif. Leitast er við að gera göturnar sem mest aðlaðandi fyrir augað, til að mynda með því að draga fram prýði hvers staðar og minnka kraðak umferðarskilta. Nokkur reynsla er komin á notkun samnýtts rýmis. Útfærslurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar því ekki er hægt að styðjast við fyrirframgefna uppskrift.
Hugmyndafræðinni hefur ekki verið beitt gagngert hér á landi en ákveðnar götur í Reykjavík minna um margt á samnýtt rými.

Samþykkt
18.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf152KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna