is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8573

Titill: 
  • Einstaklingurinn og borgin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í fyrsta sinn býr meirihluti mannkyns í borgum. Borg er stærsta og flóknasta mannvirki mannsins, fyrirbæri þar sem ótal margir þættir ólíkra kerfa koma saman og móta umhverfið. Eiginleikar borga hafa einnig breyst á síðustu öld, þær eru dreifðari og hafa margfaldast að stærð þannig að hver íbúi „tekur meira pláss“ í borginni en áður. Einstaklingsrýmið er grunneining í byggðamynstrinu sem mótar borgina. Smæsta eining borgarinnar, borgarbúinn, hefur þannig áhrif á hvernig rými borgarinnar raðast saman. Borgin hefur síðan aftur áhrif á íbúa sína með því að skapa þeim ramma sem sögusvið lífsins.
    Í þessari ritgerð verður einstaklingsrými á Íslandi skoðað og hvernig það hefur breyst á síðustu öld. Ennfremur hvernig viðhorf til heimilisins og staðsetning þess í samhengi við almenningsrými hefur áhrif á borgarmynstrið í heild. Í þeim tilgangi ætla ég að velta fyrir mér mörkum einka- og almenningsrýmis í borginni og hvað stjórni því hvar þessi mörk liggja. Farið verður frá rúmi, herbergi, íbúð, húsi, garði, götu til borgar og þessi hugtök sett í sögulegt samhengi og rædd út frá því.
    Þegar sagan er skoðuð er greinilegt hvað þessi mörk hafa breyst í gegnum tíðina og þar er margt sem hefur áhrif. Fólk helgar sér aukið einkarými ekki aðeins með því að fjölga fermetrum heldur líka með skiptingu þess. Einkarýmin snúast um stjórnun ferðaleiða og hæð þeirra þröskulda sem liggja þar á milli. Þegar færi gefst, t.d. með nýrri tækni eða betri efnahag virðist fólk hafa tilhneigingu til að stækka einkarýmið.
    Þessar breytingar virðast einnig vera nátengdar breyttu viðhorfi til einstaklingsins innan samfélagsins. Mörk einkarýmis hafa áhrif á almenningsrými og öfugt, þau eru háð hvort öðru og í sífelldum samræðum. Þess vegna eru góðar ástæður í dag til að setja spurningamerki við þennan heilaga rétt einkarýmis. Um leið er mikilvægt að við spyrjum okkur að því hvernig við búum saman í samfélagi.

Samþykkt: 
  • 18.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8573


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf145.38 kBLokaðurHeildartextiPDF