ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Hönnunar- og arkitektúrdeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8578

Titill

"Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis" (sálm. 127.1)

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Talsverðar breytingar verða á grunnformi kirkjunnar um aldamótin 1900. Þegar þéttbýlismyndunin verður þá kallar það á stærri kirkjur. Tímamót í kirkjubyggingum verða á seinni stríðsárunum.
Laugarneskirkja var tímamótaverk. Kirkjan er steinsteypt í fallegum hamrastíl. Hugmynd sem sótt var í náttúruna. Athyglisverð nýjung í Laugarneskirkju var að Guðjón Samúelsson gerði ráð fyrir sal undir kirkjukórnum. En megineinkenni módernismans í byggingarlist er að sníða hús öðru fremur eftir því hlutverki sem þau eiga að þjóna og nýta til þess ný efni. Yfir byggingunni er andblær hins nýja tíma.
Einn merkasti og elsti fulltrúi funkisstílsins á kirkjulegum vettvangi er Neskirkja í Reykjavík. Það er ekki vafamál að hún markaði tímamót í íslenskri byggingarlistasögu. Módernisminn í Neskirkju er ríkjandi, þar fengu ný sjónarmið að stýra forminu. Áberandi fráhvarf frá viðtekinni hefð og formnýjungum. Í skipulagi Neskirkju tók Ágúst Pálsson arkitekt kirkjunnar til dæmis tillit til safnaðarstarfsins og felldi í fyrsta skipti safnaðarheimili að kirkjubyggingunni.
Tvær rannsóknarspurningar voru leiðarvísir í ritgerðinni. Mat presta og arkitekts um kirkjuform, rúm og notkunarmöguleika innan kirkjubyggingarinnar undirstrika kröfurnar sem gerðar eru til kirkna á okkar dögum.
Kirkjurnar tvær sem ég tók sérstaklega fyrir var miðlægi punktur ritgerðarinnar. Þær áttu það sameiginlegt að vera reistar eftir síðari heimsstyrjöld. Jafnvel þó að góðæri hafi ekki ríkt, þegar ákvörðun um nýjar kirkjubyggingar voru teknar, var ráðist í þessar miklu framkvæmdir. Stækkun borgarinnar réðu þar miklu um. Bæjaryfirvöld á þessum tíma útveguðu hverfum lóðir undir þrjár nýjar kirkjubyggingar, þar á meðal voru lóðirnar undir Laugarnes- og Neskirkju.

Samþykkt
19.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf538KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna