is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8592

Titill: 
  • Framtíðarsýn í fatahönnun : gerð Framtíðarstakks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um þá umhverfisvænu og tæknilegu þróun textíls sem á sér stað í auknum mæli innan fatahönnunargeirans og samtvinningu þessara tveggja þátta.
    Dregnir eru fram jákvæðir og neikvæðir þættir þessa ferlis. Einnig eru litið til lausna og ýmissa möguleika í hönnunarútfærslum í ljósi þeirrar vísindalegu staðreyndar að textíl og fataiðnaðurinn hefur bein áhrif á óæskilega hlýnun og eyðingu jarðar auk þess að vera tíðum spilltur og óheilbrigður iðnaður t.a.m. hvað varðar misnotkun á vinnuafli. Því er gefinn gaumur hvaða þættir fataiðnarins það eru sem nauðsynlega þurfa að breytast til batnaðar.
    Tæknivæðing í innri gerð og nýjum eiginleikum efna er skoðuð náið og reynt að skilgreina hvort ný tækifæri til frelsis búi þar að baki eða hugmyndatakmarkandi hefting.
    Framtíðarstakkurinn, hugmynd um mögulega framtíðarsýn í fatnaði og notkun hans er varpað fram. Hann er síðan skilgreindur og metin út frá ýmsum sviðum s.s. kvikmyndum byggðum á vísindaskáldskap, tæknilegum möguleikum framtíðarefna og nýskapandi hönnunarleiðum með tilliti til nýtni og notagildis og nýrra fegurðarsjónarmiða.

Samþykkt: 
  • 19.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf83.77 kBLokaðurHeildartextiPDF