ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/860

Titill

Hvað ræður ráðningu íslenskra útrásarfyrirtækja við val á stjórnendum?

Útdráttur

Fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum verða að vanda val sitt við
ráðningu á stjórnendum. Íslensk fyrirtæki eru ung í alþjóðavæðingunni
og þurfa því á hæfileikaríkum og reynslu miklum stjórnendum að
halda. Það er því mikilvægt þegar ráða þarf stjórnanda til alþjóðlegra
fyrirtækja að vanda ráðningarferlið og velja áreiðanlegustu aðferðafræðina
við að ráða réttan aðila. Hægt er að fara ýmsar leiðir í
ráðningarferlinu við val á umsækjanda í stjórnunarstöðu en þær helstu
eru staðbundin viðtöl, persónuleikapróf eða hæfnispróf. Þessi aðferðafræði
er talin nokkuð áreiðanleg til að komast að því hvort viðkomandi
sé hæfur og uppfylli kröfur sem gerðar eru til starfsins. Það er því
mikilvægt að búið sé að greina hverjar kröfurnar eru og eins hvaða
eiginleika umsækjandi þarf að hafa til að fá ráðningu. Hægt er að nota
niðurstöður úr viðtölum eða prófum til að bera saman umsækjanda við
þær kröfur sem eru gerðar og taka þannig ákvörðun um endanlegt val á
ráðningu.
Þátttakendur í rannsókninni voru fjögur íslensk útrásarfyrirtæki. Þessi
fyrirtæki eru í alþjóðlegum viðskiptum á sviði framleiðslu- og sölu,
fjármála, fjárfestinga og smásölu. Tekin voru viðtöl við stjórnendur
þessara fyrirtækja sem hafa með ráðningar í stjórnunarstöðu að gera.
Rannsóknin var byggð upp með það í huga að fá svar við því hvað réði
endanlegu vali við ráðningu í stjórnunarstöðu hjá fyrirtækjunum.
Samkvæmt rannsókninni er helst hægt að nefna að persónueinkenni
ráði endanlegu vali eftir að umsækjandi hefur gengið í gegn um allt
ráðningarferlið. Niðurstöður rannsókna sýndu ekki fram á nýja
aðferðafræði. Fyrirtækin nota fræðin samhliða sínum aðferðum við
ráðningar í stjórnunarstöðu.
Lykilhugtök:
Stjórnandi
Alþjóðlegur stjórnandi
Val á stjórnanda
Ráðningarferlið

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit PDF.pdf92,2KBOpinn Hvað ræður - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Elísabet Jónsdóttir B.Sc.pdf492KBTakmarkaður Hvað ræður - heild PDF  
Heimildaskrá.pdf95,6KBOpinn Hvað ræður - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Útdráttur.pdf67,8KBOpinn Hvað ræður - útdráttur PDF Skoða/Opna