ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8602

Titill

Félagastuðningur og streita meðal lögreglumanna

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er að mæla streitu, félagslegan stuðning og lífshamingju lögreglumanna, auk þess að meta þau sálrænu stuðningsúrræði sem eru í boði fyrir þá. Þátttakendur voru 287 lögreglumenn af öllu landinu, 248 karlar og 31 kona. Átta þátttakendur gáfu ekki upp kyn sitt. Fjórir spurningalistar, auk bakgrunnsspurninga, voru lagðir fyrir þátttakendur: Spurningalisti varðandi sálrænan stuðning við lögreglumenn, PSQ-Op sem mælir verkefnatengda streitu lögreglumanna, PSQ-Org sem mælir stjórnsýslutengda streitu lögreglumanna, MSPSS sem mælir upplifaðan félagslegan stuðning og SWLS sem mælir lífsánægju. Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur þekktu ekki nógu vel hvaða stuðningsúrræði væri í boði fyrir þá og fannst vanta kynningu á þeim, en voru ánægðir með þá þjónustu sem þeir höfðu fengið og jákvæðir gagnvart sálrænum stuðningsúrræðum. Streita mældist minni nú en í rannsókn Ólafs Kára Júlíussonar (2008) og ekki var munur á verkefnatengdri og stjórnsýslutengdri streitu. Skortur á starfsfólki var það atriði sem þátttakendum þótti mest streituvaldandi. Þá var neikvæð fylgni á milli streitu annars vegar og félagslegs stuðnings og lífsánægju hins vegar.

Samþykkt
19.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
TinnaJoh-BS.pdf2,41MBLokaður Heildartexti PDF