ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8606

Titill

Viðbótarvinnuálag á klínískum hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsum á Íslandi. Lýsandi rannsókn

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Bakgrunnur rannsóknar: Hjúkrunarfræðingar taka á sig auka vinnu og aukna ábyrgð sem tengist ekki beinni hjúkrun sjúklinga, ásamt því að sinna hefðbundinni hjúkrunarvinnu. Viðbótarvinnuálag eða complexity compression er hugtak sem vísar til þessa aukna álags sem hjúkrunarfræðingar finna fyrir og veldur þeim óánægju í vinnu og eykur brotthvarf úr faginu.
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað veldur hjúkrunarfræðingum á íslenskum bráðasjúkrahúsum viðbótarvinnuálagi. Einnig er tilgangurinn að kanna hvort tengja megi viðbótarvinnuálag við bakgrunnsbreytur og lýðfræðilegar upplýsingar.
Aðferð: Notuð var lýsandi megindleg rannsóknaraðferð. Hentugleikaúrtak var valið meðal hjúkrunarfæðinga FSA og LSH og lagður var fyrir þá bandarískur spurningalisti sem þýddur hafði verið á íslensku. Gögn voru greind í SPSS og niðurstöður fengnar með tíðnidreif og fylgniprófum.
Niðurstöður: Þeir stjórnunarþættir sem flestir voru sammála um að ollu þeim viðbótarvinnuálagi voru mönnun og skráning. Þeir hjúkrunarþættir sem ollu flestum viðbótarvinnuálagi voru vinnuumhverfi, kennsla/leiðsögn, tími og framandi verkefni. Einstaklingsþátturinn sem olli flestum viðbótarvinnuálagi var líkamleg/andleg örmögnun. Þeir þættir sem oftast ollu viðbótarvinnuálagi voru skráning og vinnuumhverfi. Gerð voru fylgnipróf til að skoða tengsl bakgrunnsbreyta við viðbótarvinnuálag. Marktæk fylgni (p<0,05) var milli viðbótarvinnuálags og lífaldurs, árafjölda á deild, árafjölda með hjúkrunarleyfi, fjölda vinnustunda á viku, kílómetrafjölda til og frá vinnu og starfsánægju. Enginn munur var á viðbótarvinnuálagi milli FSA og LSH.
Ályktun: Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum á Íslandi finna fyrir viðbótarvinnuálagi vegna ákveðinna stjórnunarþátta, hjúkrunarþátta og einstaklingsþátta. Niðurstöður nýtast til frekari greiningar og úrbóta á viðbótarvinnuálagi á hjúkrunarfræðinga á Íslandi.
Lykilorð: Heilbrigt vinnuumhverfi, hjúkrun, margbreytileiki í vinnu, viðbótarvinnuálag, vinnuálag.

Samþykkt
20.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BSlokaritgerðin_sk... .pdf1,31MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna