is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8614

Titill: 
  • Hugsanabæling. Tengsl uppáþrengjandi hugsana við líðan og áráttu- og þráhyggjueinkenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl hugsana, andlegrar líðan og áráttu- og þráhyggjueinkenna við hugsanabælingu. Úrtakið var hentugleikaúrtak, alls 60 kvenkyns nemar við Háskóla Íslands. Allir þátttakendur svöruðu eftirfarandi listum: Obsessive-Compulsive Inventory ␣ Revised (OCI-R), Obsessional Beliefs Questionnaire (OBQ-44), Responsibility Attiude scale ␣ 10 (RAS-10), Hospital Anxiety and depression Scale (HADS) og Interpretation of Intrusions Inventory (III). Auk þess voru tvö taugasálfræðipróf lögð fyrir: AB-AC paired association test og Operation span task (Ospan). Þátttakendur voru beðnir um að finna eina uppáþrengjandi hugsun sem þeir höfðu fengið áður og skrifa hana niður á blað. Þátttakendur unnu síðan með persónulega hugsun í hugsanabælingarverkefni sem skiptist í tvær lotur. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa sem voru bæling með auknu hugrænu álagi, bæling með engu álagi og samanburðarhópur. Í kjölfar áttu þátttakendur að svara spurningum um líðan sinn og hversu mikið þeir reyndu að bæla hugsunina niður. Settar voru fram tvær tilgátur. Annarsvegar að tíðni hugsana myndi aukast þegar hugsun er bæld með auknu hugrænu álagi samanborið við tíðni hugsana þegar ekkert hugrænt álag er til staðar og þegar hugsanabæling var ekki framkvæmd. Hinsvegar var gert ráð fyrir að þátttakendur með hærra skor á listum sem mátu andlega líðan, uppáþrengjandi hugsanir í daglegu lífi og áráttu- og þráhyggjueinkenni hefðu jákvæða fylgni við tíðni hugsana í bælingarlotu, líðan fyrir loturnar og líðan eftir loturnar. Tilgáta eitt stóðst að hluta þar sem marktækur munur var á milli þeirra sem bældu með auka álagi og þeirra sem bældu ekki hugsun sýna þegar gögn voru skoðuð hjá þeim sem fóru eftir fyrirmælum í tilrauninni. Tilgáta tvö stóðst einnig að hluta. Þátttakendur rannsóknarinnar fundu fyrir aukinni vanlíðan í tengslum við uppáþrengjandi hugsun sem þeir unnu með og fannst þeir hafa minni stjórn á henni eftir því sem hún kom oftar upp í hugsanabælingarverkefninu.

Samþykkt: 
  • 20.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magga ritgerð.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna