ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8615

Titlar
  • Samband tilfinningasemi, samvinnuþýði og ánægju í ástarsamböndum: Er sambandinu miðlað í gegnum sjálfstraust, samskiptahætti og tengslamyndun á fullorðinsárum?

  • en

    Relationship between neuroticism, agreeableness and relationship satisfaction: Is the relationship mediated through self-esteem, marital interaction and adult attachment style?

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl tveggja persónuleikaþátta, tilfinningasemi og samvinnuþýði, við ánægju fólks í ástarsamböndum og hugsanleg miðlunaráhrif tengslamyndunar, sjálfstrausts og samskiptahátta. Sjónum var beint að tveimur tegundum tengslamyndunar hjá fullorðnum sem voru kvíðatengsl annars vegar og forðunartengsl hins vegar. Alls tóku 276 einstaklingar þátt í rannsókninni og höfðu allir verið í sambandi eða hjónabandi með núverandi maka í tvö ár eða lengur. Um hentugleikaúrtak var að ræða. Þeir spurningalistar sem notaðir voru, voru allt sjálfsmatskvarðar; NEO-FFI-R sem mælir Hina fimm stóru persónuleikaþætti, RSES sjálfsmatskvarði Rosenberg, DAS spurningalisti um ástarsambönd og hjónabönd, ECR mæling á tengslamyndun fullorðinna og að lokum spurningalisti um samskiptahætti. Almennt benda niðurstöður til þess að sambandinu milli persónuleika og sambandsánægju sé að fullu miðlað í gegnum sjálfstraust, tengslamyndun og samskiptahætti. Þá reyndust samskiptahættir og forðunartengsl sérstaklega sterkir þættir. Þetta hefur lítið verið rannsakað á Íslandi og markmiðið er að öðlast meiri vitneskju um þessi tengsl.

Samþykkt
20.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Katrín og Ragnheiður.pdf571KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna