ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8616

Titill

Greining einhverfurófsraskana á fullorðinsárum. Afturvirk athugun á greiningarsögu nokkurra einstaklinga sem greinst hafa með röskun á einhverfurófi eftir 18 ára aldur

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vanda fólks með röskun á einhverfurófi, en einhverfa hefur lítið verið rannsökuð meðal fullorðinna. Sjúkraskrár einstaklinga sem greinst höfðu með röskun á einhverfurófi eftir 18 ára aldur, með nýju greiningarferli við fullorðinsgeðsvið Landspítalans, voru skoðaðar. Þátttakendur voru fjórir, þar sem þetta voru þeir einu sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku. Skoðuð var geð- og atferlisgreiningarsaga þátttakenda þ.e. hverjar voru fyrri geð- og atferlisgreiningar, á hvaða aldri greiningarsagan hófst og hversu lengi einstaklingur hefur notið geðheilbrigðisþjónustu Landspítalans. Athugað var hvort hugsanlega sé hægt að útskýra vangreiningu á einhverfurófsröskunum út frá greiningarsögu þátttakendanna.
Úrvinnsla gagna er í mikilvægum atriðum nær því að vera eigindleg en megindleg, einskonar ferilslýsing (e. case study). Kannað var hvort einhver mynstur væru til staðar, í geð- og atferlisgreiningarsögu þátttakenda, sem gefa innsýn í eðli hópsins og eiginleika hans. Niðurstöður bentu til að nokkur sameiginleg atriði mætti finna í geð- og atferlisgreiningarsögu þátttakendanna. Flestir greindust með Asperger heilkenni og meðalaldur við greiningu var 25,8 ár. Meðalfjöldi fyrri geð- og atferlisgreininga var 7,8 og lengd greiningarsögu þátttakendanna var frá einu ári upp í tíu ár. Þessir einstaklingar skoruðu að meðaltali hærra en aðrir hópar á skimunarlistum sem notaðir voru í greiningarferlinu og ýmis sameiginleg mynstur voru í þroskasögu þeirra, til dæmis höfðu allir sögu um erfiðleika í fæðingu. Farið var yfir ályktanir sem hægt var að draga af niðurstöðunum og varpað fram spurningum sem hægt væri að kanna frekar í stærri rannsóknum.

Samþykkt
20.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Greining einhverfu... .pdf462KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna