is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8617

Titill: 
  • Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn leitast við að skoða sambandið milli birtinga staðallíkamsmynda karla í fjölmiðlum og líkamskvíða hjá karlmönnum sem stunda reglulega líkamsrækt. Þátttakendum var skipt í tvo hópa, tilraunahóp (n = 134) og samanburðarhóp (n = 117). Tilraunahópurinn sá auglýsingu sem sýndi staðallíkamsmynd en samanburðarhópurinn hlutlausa auglýsingu án líkama. Líkamskvíðinn var svo mældur hjá báðum hópum, ásamt þjálfunarhvöt og líkamsþyngdarstuðli (LÞS). Tilgáturnar voru: (1) Að líkamskvíði myndi mælast hærri hjá þeim sem sáu auglýsingu með staðallíkamsmynd. (2) Að það að hafa markmið með líkamsræktinni að auka vöðvamagn, styrk og þol og þar með að nálgast staðallíkamsmyndina hefði verndandi áhrif gegn líkamskvíða. (3) Að holdafar (LÞS) hefði tengsl við líkamskvíða. Eins og búist var við tjáðu þeir sem fengu auglýsingu sem innihélt staðallíkamsmynd karla meiri líkamskvíða en þeir sem fengu hlutlausa auglýsingu (án fyrirsætu). Hvötin til að nálgast staðallíkamsmyndina með því að stunda líkamsrækt hafði ekki tengsl við líkamskvíða ólíkt því sem gert var ráð fyrir. Einnig kom í ljós eins og búist var við að holdafar hafði tengsl við líkamskvíða þátttakenda þar sem þeir sem voru þyngri tjáðu meiri líkamskvíða en þeir sem voru léttari.

Samþykkt: 
  • 20.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björgvin LOKAÚTGÁFA.pdf377.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna