is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8623

Titill: 
  • Tengsl líkamsmyndar við efnishyggju og gildi neyslusamfélagsins um vaxtarlag
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í fjölmiðlum neyslusamfélaga nútímans er áberandi áhersla lögð á fegurð og efnisleg lífsgildi, þ.e. efnishyggju. Samkvæmt fegurðarstöðlum samfélagsins eiga konur að vera grannar en karlar vöðvastæltir. Rannsóknir sýna að þeir sem hafa innhverft gildi samfélagsins um fegurð eru líklegir til að vera óánægðir með líkamsvöxt sinn og stunda skaðlega hegðun. Spurningalisti sem innihélt spurningar um efnishyggju, innhverfingu á gildum samfélagsins um vaxtarlag, óánægju með líkamsvöxt og skaðlega hegðun, ásamt bakgrunnsspurningum var lagður fyrir 303 stúlkur og 226 drengi í fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Tvær rannsóknargreinar voru skrifaðar um niðurstöðurnar. Í fyrri greininni var umfang óánægju með líkamsvöxt, takmörkun á fæðuinntöku og átröskunareinkenna athugað meðal stúlkna ásamt því að skoða áhættuþætti fyrir myndun óánægju með líkamsvöxt og takmörkunar á fæðuinntöku. Meira en helmingur stúlknanna greindi frá óánægju með líkamsvöxt og takmörkun á fæðuinntöku, að meðaltali greindu um 13% frá einhverjum einkennum átraskana. Sterk tengsl fundust milli líkamsþyngdarstuðuls annars vegar og innhverfingar á gildum hins vegar við óánægju með líkamsvöxt. Enn fremur hafði neikvæð líkamsmynd og innhverfing á gildum jákvæð tengsl við takmörkun á fæðuinntöku. Í seinni greininni voru tengsl efnishyggju, innhverfingar á gildum samfélagsins um líkamsvöxt og óánægju með líkamsvöxt skoðuð á meðal stúlkna og drengja. Efnishyggja reyndist áhættuþáttur fyrir innhverfingu á gildum samfélagsins og óánægju með líkamsvöxt hjá stúlkum og drengjum. Innhverfing spáði fyrir um óánægju með líkamsvöxt og takmörkun á fæðuinntöku hjá stúlkum. Hjá drengjum var innhverfing sterkur forspárþáttur fyrir óánægju með líkamsvöxt en ekki hegðun sem snýr að því að byggja upp vöðvamassa. Niðurstöðurnar gefa tilefni til gagnrýni á fjölmiðla sem ítrekað birta myndir af mjög grönnum/vöðvastæltum fyrirsætum og leggja áherslu á efnishyggju, niðurstöðurnar geta nýst við forvarnarstarf.

Samþykkt: 
  • 20.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-UnnurGudnadottir.pdf719.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Meistaraverkefnið samanstendur af fræðilegum inngangi á íslensku og tveimur fræðigreinum, sú fyrri er á íslensku og sú síðari er á ensku.