ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8632

Titill

Ímyndarsköpun ferðaþjónustu á jaðarsvæðum: Strandir sem áfangastaður ferðamanna

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Ímynd áfangastaða er mikilvægt atriði í ferðaþjónustu og hefur veruleg áhrif á ákvörðunartöku ferðamannsins varðandi val á áfangastað. Í dag standa flest öll jaðarsvæði frammi fyrir verulegri áskorun varðandi þróun ferðaþjónustu og þarf ímynd þeirra að draga athygli ferðamanna að sérstöðu svæðisins og þeirri einstöku upplifun sem er þar í boði. Á jaðarsvæðum verður sérstaða aðdráttaraflsins enn mikilvægara en á kjarnasvæðum, þar sem ferðamaðurinn þarf að eyða meiri tíma og fjármunum til að koma sér á svæðið. Umráð yfir aðdráttarafli er ekki trygging fyrir að ferðaþjónusta blómstri á jaðarsvæðum heldur liggur velgengnin frekar í því hvernig til tekst að koma upplýsingum um sérstöðu svæðisins til skila til ferðamannsins. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á ímyndarsköpun og markaðssetningu ímyndar hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum á jaðarsvæðum. Það var gert með því að kanna ímynd ferðaþjónustufyrirtækja á Ströndum þar sem svæðið fellur vel innan skilgreiningar á jaðarsvæðum. Rannsóknin byggir á sex viðtölum við aðila sem reka ferðaþjónustu á svæðinu eða hafa haft afskipti af skipulagsmálum á Ströndum. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki er mikil samstaða meðal ferðaþjónustuaðila á Ströndum varðandi ímyndarsköpun, sú ímynd sem áhersla er á í markaðssetningu svæðisins er frekar ímynd Vestfjarða sem heild. Ferðaþjónustan telur svæðið geta boðið ferðamönnum upp á einstaka upplifun sem ekki finnst á öðrum stöðum en það vantar að skilgreina nákvæmar í hverju sérstaðan liggur. Ferðaþjónustuaðilar á Ströndum telja svæðið að öllu leyti falla innan skilgreininingar á jaðarsvæðum en hafa ekki nýtt staðsetningu svæðisins né sérstöðu til að ná til ákveðins markhóps ferðamanna.

Samþykkt
20.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerð BS.pdf959KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna