ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8645

Titill

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar á Basic Personality Inventory. Athugun á heilbrigðu fullorðnu úrtaki ásamt klínísku unglinga úrtaki

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar á Basic Personality Inventory (BPI). BPI er 240 atriða persónuleikapróf sem byggist á sjálfsmati og er það notað til greina geðraskanir og persónuleika fullorðinna og barna niður í 12 ára aldur. Prófið er einnig hægt að leggja fyrir heilbrigða, t.d.til þess að velja einstaklinga í ákveðin störf. Tvenn gagnasöfn voru notuð til að meta próffræðilega eiginleika þess. Annað gagnasafnið voru 366 heilbrigðir fullorðnir einstaklingar (meðalaldur 38,2 ár). Hitt gagnasafnið voru 14 stúlkur sem greindar voru með þunglyndi (meðalaldur 15,6 ár). Borin voru saman meðaltöl íslenskra fullorðinna úrtaksins við erlent viðmiðið. Íslenska úrtakið var að meðaltali hærra en það erlenda á flestum kvörðum prófsins. Skýr þriggja þátta lausn kom fram við þáttagreiningu, þó svo hún væri frábrugðin niðurstöðum frá fyrri rannsóknum þó þær fá einnig þrjá þætti. Að meðaltali voru T-skor hærri hjá íslensku stúlkunum í samanburði við íslenskt unglingaviðmið. Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að fá góð íslensk viðmið fyrir BPI prófið, því þörf er fyrir traust hlutlægt persónuleikapróf á Íslandi. Íslenskt viðmið fyrir BPI prófið myndi mæta þeirri þörf og nýtast vel sem hjálpartæki fyrir sálfræðinga, geðlækna og annara fagaðila sem vinna við mat einstaklinga sem þjást af geðrænum kvillum.

Samþykkt
20.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_Ritgerð.pdf578KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna