is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8647

Titill: 
  • Mat á próffræðilegum eiginleikum endurbættrar þýðingar á SDQ
  • Titill er á ensku An evaluation of the psychometric attributes of an improved translation of the SDQ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru próffræðilegir eiginleikar athugaðir á endurbættri þýðingu skimunarlistans Spurningar um styrk og vanda (The Strengths and Difficulties Questionnaire). Robert Goodman (1997) þróaði listann en hann hefur verið þýddur á yfir 40 tungumál þar á meðal íslensku (Agnes Huld Hrafnsdóttir, 2005-2006). Þar sem upprunalega íslenska þýðingin frá 2001 gaf ekki nógu skýra þáttabyggingu var ákveðið að lagfæra þýðinguna. Nýja útgáfan var lögð fyrir foreldra 135 barna á aldrinum 6 til 10 ára í Garðabæ. Listinn á að meta hegðun, tilfinningalega líðan og félagshæfni barna og unglinga á aldrinum 4 til 16 ára (Goodman, 2001). Þegar leitandi þáttagreining var gerð á svörum foreldra kom í ljós að fimm þættir ættu best við. Þessir fimm þættir eru ofvirkni, hegðunarerfiðleikar, tilfinningavandi, vandi í samskiptum við jafnaldra og félagshæfni. Þetta er í samræmi við bæði íslenskar og erlendar rannsóknir (Agnes Huld Hrafnsdóttir, 2005-2006; Smedje, Broman, Hetta og von Knorring, 1999; Van Widenfelt, Goedhart, Treffers og Goodman, 2003; Koskelainen, Sourander og Kaljonen, 2001; Woerner, Becker og Rothenberger, 2004). Áreiðanleiki undirkvarða var óviðunandi í öllum tilvikum nema fyrir ofvirknikvarðann (α = 0,741). Niðurstöður sýna þó að þáttabygging endurbættrar þýðingar á skimunarlistanum Spurningar um styrk og vanda eru í samræmi við fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið á Íslandi (Agnes Huld Hrafnsdóttir, 2005; Harpa Hrund Berndsen, 2005; Anika Ýr Böðvarsdóttir, 2006; Auður Magnúsdóttir og Berglind Sveinbjörnsdóttir, 2004). Þó þarf að endurtaka þessa rannsókn með stærra úrtaki og athuga listann á fleiri stöðum en höfuðborgarsvæðinu til þess að efla alhæfingargildi.

  • Útdráttur er á ensku

    In this study the psychometric properties of the SDQ list (The Strengths and Difficulties Questionnaire) were assessed. The SDQ list was developed by Robert Goodman (1997) and it has been translated to over 40 languages, including Icelandic (Agnes Huld Hrafnsdóttir, 2005-2006). Since the original Icelandic translation from 2001 hasn‘t provided clear enough factor structure the translation was improved in order to rectify that. The new version was evaluated in a sample of 135 Icelandic children in Garðabær, 6 to 10 years of age. Parents were asked to answer the questionnaire. The SDQ list assesses behavior, emotional well being and social skills of children from 4 to 16 years old (Goodman, 2001). Exploratory factor analysis revealed five factors. These factors are hyperactivity, conduct problems, emotional problems, difficulties in peer relationships and social skills. This solution is comparable with previous studies in Iceland and in other countries (Agnes Huld Hrafnsdóttir, 2005-2006; Smedje, Broman, Hetta og von Knorring, 1999; Van Widenfelt, Goedhart, Treffers og Goodman, 2003; Koskelainen, Sourander og Kaljonen, 2001; Woerner, Becker og Rothenberger, 2004). Internal consistency for each factor was unsatisfactory for every scale except for the hyperactivity scale (α = 0,741). The factor structure is in coherence with previous Icelandic studies (Agnes Huld Hrafnsdóttir, 2005; Harpa Hrund Berndsen, 2005; Anika Ýr Böðvarsdóttir, 2006; Auður Magnúsdóttir og Berglind Sveinbjörnsdóttir, 2004). The study needs to be repeated with a larger sample. The SDQ list has mostly been assessed in the capital area of Iceland but it needs to be done in every section of the country in order to improve generality.

Samþykkt: 
  • 20.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.Ragnheiður.Vilborg2.pdf981.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna