ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/866

Titill

Áhrif samruna fyrirtækja á starfsánægju starfsmanna

Útdráttur

Miklar breytingar hafa orðið í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár með
tilkomu samruna fyrirtækja. Samruni getur viðskiptalega séð verið
ábatasamur, en það er alltaf að koma betur í ljós að hann skapar mikla streitu
hjá starfsfólkinu sem gengur í gegnum hann. Fræðimenn hafa sýnt fram á að
samruni getur skapað kvíða og mikla streitu á meðan á samrunanum stendur.
Einnig hefur verið bent á að samruni nái ekki fjárhagslegum markmiðum
sínum, en það má rekja beint til þess að ekki hefur verið hugað nægilega vel
að starfsfólkinu við framkvæmd samrunans. Í ritgerðinni er fjallað almennt
um stjórnun og mannauðsstjórnun, breytingastjórnun og menningu. Áhersla er
lögð á þætti eins og starfsánægju starfsmanna, menningu fyrirtækja, samruna
fyrirtækja og breytingar í kjölfar samruna. Íslandssími, Tal og OgVodafone
sameinuðust í apríl 2003. Í ritgerðinni eru skoðuð þau áhrif sem samruni
fyrirtækjanna hafði á starfsánægju og líðan starfsfólksins. Könnunin var lögð
fyrir starfsmenn Vodafone sem störfuðu hjá Íslandssíma og Tali fyrir
samrunann og byggir á megindlegri aðferðarfræði.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit Ásta ... .pdf6,64KBOpinn Áhrif samruna - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá Ásta ... .pdf24,6KBOpinn Áhrif samruna - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Áhrif samruna fyri... .pdf1,97MBTakmarkaður Áhrif samruna - heild PDF  
Útdráttur Ásta og ... .pdf6,75KBOpinn Áhrif samruna - útdráttur PDF Skoða/Opna