ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8676

Titill

Þjónusta við börn með einhverfu: Athugun á ánægju foreldra með þjónustuna

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga ánægju foreldra með þjónustu við börn með einhverfu, hvaða meðferð skapi mestu ánægjuna og hvort ánægja hafi áhrif á álag á fjölskylduna. Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi svo vitað sé til. Útbúin var rafræn könnun sem send var til allra meðlima í Umsjónarfélagi einhverfra. Þátttakendur voru 106 foreldrar barna á aldrinum 0-12 ára sem greind eru með einhverfu. Niðurstöðurnar voru í samræmi við rannsóknir frá Bandríkjunum, foreldrar voru ánægðari með atferlisþjálfun heldur en TEACCH. Það er þó ekki vegna þess að foreldrar eyði meiri tíma í atferlisþjálfun heldur er eitthvað annað sem veldur ánægjunni. Þrátt fyrir að meiri ánægja ríki með atferlisþjálfun voru foreldrar barna í atferlisþjálfun með meiri áhyggjur af framtíð barna sinna heldur en foreldrar barna í TEACCH.

Samþykkt
23.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þjónusta við börn ... .pdf1,1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna