is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8677

Titill: 
  • Fall Kaupþings Banka hf. : hefði mátt koma í veg fyrir fall bankans?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðalmarkmið þessarar rannsóknar er fall Kaupþings Banka hf. Bankinn var til margra ára eitt farsælasta og arðsamasta fyrirtækið á Íslandi. Á árinu 2008 horfðist allt evrópska bankakerfið, þ.m.t. hið íslenska, í augu við eina verstu fjármálakreppu sem sést hafði í langan tíma. Uppruni kreppunnar var helst tilkominn vegna lausafjárvandræða þar sem að heildsölulánamarkaðir nánast lokuðust á nokkurra mánaða tímabili. Eftir fall Kaupþings Banka hf. hafa verið miklar umræður og vangaveltur um raunverulega stöðu og árangur bankans. Þessi umræða hefur að miklu leyti verið keyrð áfram á þráhyggju og reiði fólks sem vill helst af öllu beina öllum spjótum að mögulegum veikleikum Kaupþings Banka hf. frekar en að reyna að gera sér í hugarlund hvað var vel gert og skilaði miklum árangri. Þegar að fólk gagnrýnir Kaupþing Banka hf. þá eru nokkur atriði sem þarf að taka tillit til. Fyrirtækið var tiltölulega ungt fyrirtæki sem byggt hafði verið upp af nokkrum frumkvöðlum sem voru snjallir að nýta sér tækifæri sem fjármálamarkaðir höfðu að geyma sem aðrir sáu ekki. Ástæða þess að höfundur valdi þetta rannsóknarefni var fyrst og fremst áhugi á fjármálaumhverfinu og sú skoðun höfundar að Kaupþing Banki hf. hafi verið eitt merkilegasta fyrirtæki sem byggt hefur verið upp á Íslandi, þrátt fyrir súran endi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Kaupþing Banki hf. hafi ekki verið í verri stöðu en aðrir sambærilegar bankar um allan heim. Með smá heppni og meiri tíma til að endurskipuleggja landfræðilega skipan fyrirtækisins og dótturfélaga hefði verið góður möguleiki á að fyrirtækið hefði lifað fallið af og væri til í dag, þrátt fyrir aðgerðir Breta.
    Lykilhugtök
    • Neyðarlán / þrautavaralán
    • Seðlabankar
    • Fjárhagslegur styrkur
    • Vöxtur
    • Yfirvöld

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 23.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni SHP 2011.pdf1.41 MBLokaðurHeildartextiPDF