is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8678

Titill: 
  • Samrunar á Íslandi með áherslu á sjávarútveg
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem beinist að eðli og ástæðum samruna fyrirtækja á Íslandi. Tilgangur rannsóknar er að greina hvata og upphafleg markmið með samrunum fyrirtækja og hvort árangur sameiningar er í samræmi við þau. Athugað var hvort samlegðaráhrif greinast hjá samruna fyrirtækjum og hvort þau sýndu betri afkomu en atvinnugreinin í heild.
    Rannsóknin er lýsandi og þýðið eru allir tilkynntir samrunar á árunum 2003-2009. Framkvæmd var greining á samrunum fyrirtækja byggt á gögnum úr ársreikningum og samrunagögnum. Skoðaðir voru sérstaklega samrunar í sjávarútvegi. Sendir voru út samhæfðir spurningalistar til stjórnenda valinna fyrirtækja í sjávarútvegi um hvata og markmið yfirtaka og hvort þær hafi skapað verðmæti hjá yfirtöku félaginu. Notuð var aðferðafræði leitandi rannsóknar og viðtöl tekin við stjórnendur fyrirtækjanna.
    Helsta markmið tilkynntra samruna samkvæmt samrunaáætlunum var hagræðing og einföldun í rekstri en ríflega 70% fyrirtækja gáfu upp þá ástæðu fyrir samrunum. Sjávarútvegsfyrirtækin voru að kaupa auknar aflaheimildir til að mæta samdrætti í aflaheimildum og til að stækka fyrirtækin. Markmiðin voru yfirleitt rekstrarhagræðing og einföldun í rekstri en einnig aukinn fjárhagslegur styrkleiki fyrirtækjanna. Markmið samrunanna náðust það er rekstrarhagræðing og aukið rekstraröryggi þrátt fyrir samdrátt í aflaheimildum. Samlegðaráhrif náðust meðal annars með því að loka óhagkvæmari rekstrareiningum.
    Lykilorð: samrunar, yfirtökur, sameiningar, sjávarútvegur, sjávarútvegsfyrirtæki.

Samþykkt: 
  • 23.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samrunar á Íslandi með áherslu á sjávarútveg.pdf1.16 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna