is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8679

Titill: 
  • Áhrif starfsánægju og búsetuskilyrða á hreyfanleika fólks á Austurlandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er ætlunin að skoða þann hóp af fólki sem hefur flutt á Austurland til að starfa hjá fyrirtækjunum Alcoa Fjarðaáli, Launafli og Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar (VHE) og greina muninn á þeim sem eru enn starfandi og þeim sem hafa sagt upp og flutt í burtu af Austurlandi. Rýnt er í ástæður fyrir uppsögn og brottflutningi og ánægja með aðstæður á vinnustað og búsetuskilyrði á Austurlandi er könnuð.
    Megin tilgangur þessa verkefnis er að greina hvað það er sem veldur því að fólk segir upp og flytur í burtu af Austurlandi, skoða hvað fyrirtækin og sveitarfélögin geta gert til að bæta aðstæður sem brottfluttir og starfandi eru óánægðir með og skoða hvað einkennir þá sem eru með mestu starfsánægjuna og ánægðastir með búsetuskilyrði. Það að þekkja hvað einkennir þá sem eru ánægðastir hjálpar til við að finna og ráða rétta fólkið til starfa hjá umræddum fyrirtækjum og minnka þar með starfsmannaveltu.
    Rannsóknin er megindleg spurningakönnun sem var lögð fyrir bæði þá sem eru ennþá starfandi hjá fyrirtækjunum þremur og einnig þá sem eru brottfluttir. Ein aukaspurning var lögð fyrir þá sem eru enn starfandi og hún snéri að líkum þess að þeir segðu upp og flyttu í burtu á næstu 2-3 árum. Tekin voru viðtöl við forsvarsmenn fyrirtækjanna sem sjá um starfsmannamál og fengin hjá þeim gögn. Einnig var rýnt í helstu niðurstöður Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar ásamt niðurstöðum skoðanakannana sem Capacent hefur gert fyrir Alcoa Fjarðaál.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ástæður þess að fyrrum starfsmenn hafa sagt upp og flutt í burtu sé samblanda af óánægju með vinnustað, búsetuskilyrði og fjölskylduaðstæður. Þeir þættir sem sveitarfélögin þurfa að einbeita sér að til að halda fólki á svæðinu eru uppbygging fjölbreyttra atvinnutækifæra og aukið framboð á menningu og afþreyingu. Fyrirtækin þurfa að skoða þá þætti sem valda árekstrum á milli vinnu og fjölskyldu, vaktakerfi og þróa hæfni yfirmanna. Í ráðningu þarf að leita eftir einstaklingi sem er giftur eða í sambúð og hefur einhver fjölskyldutengsl við Austurland.
    Lykilorð: Starfsánægja, búsetuskilyrði, búferlaflutningar, stjórnun, laun, fjölskylda.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 23.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8679


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Anna_Björk_Hjaltadóttir_Efnisyfirlit.pdf191.96 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Meistararitgerð_Anna_Björk_Hjaltadóttir_Heimildaskrá.pdf203.74 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Meistararitgerð_Anna_Björk_Hjaltadóttir_Lokaeintak.pdf1.06 MBLokaðurHeildartextiPDF

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð almennum aðgangi