ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8680

Titill

Fjárhagsvandræði og endurskipulagning Eimskips 2008-2009

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Þótt greining á fjárhagserfiðleikum og þróun á skuldastöðu Eimskips sé mikilvægur þáttur í þessari rannsókn er megintilgangurinn þó að skýra og varpa ljósi á hvenær undirbúningur og tilraunir við endurskipulagningu undir forystu eigenda þess hófust, hvað leiðir stóðu þá til boða, hvað var reynt að gera og hvers vegna það tókst ekki. Í annan stað er rannsakað hver staða kröfuhafa Eimskips var þegar fyrir lá að félagið var de facto orðið gjaldþrota, hvað gjaldþrot hefði hugsanlega getað þýtt fyrir þá og síðan hvernig staðið var að endurskipulagningu Eimskips. Að endingu er lagt mat á hvernig til tókst með hana.
Helstu niðurstöður eru þær að undirbúningur og tilraunir til endurskipulagningar hafi byrjað fjórum til fimm mánuðum fyrir fall aðaleigenda Eimskips. Færð eru rök fyrir því að raunveruleg endurskipulagning hafi í reynd varla verið fær fyrr en við aðkomu lánar-drottna, bæði vegna aðstæðna á mörkuðum en ekki síður vegna þess að Björgólfsfeðgar voru taldir geta verið eins konar lánveitendur til þrautavara fyrir Eimskip.
Rannsóknin leiðir í ljós að endurskipulagning Eimskips var gerð við ákaflega erfið ytri skilyrði. Niðurstaðan er sú að hún hafi eftir atvikum tekist vel og að efnahagur og rekstur nýja Eimskips standi nokkuð traustum fótum.

Samþykkt
24.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Fjárhagsvandræði o... .pdf1,36MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna