is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8686

Titill: 
  • Geislamælingar á húð sjúklinga í geislameðferð
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknar var að skoða hvort að húðgeislamælingar í geislameðferð á Landspítala gæfu nægilega nákvæmar niðurstöður til að vera viðunandi öryggiskerfi.
    Skoðuð voru geislakort sjúklingahóps til að gera úttekt á frávikum milli mældra og reiknaðra geislaskammta á húð. Gerðar voru athuganir á stöðu díóða við mælingar, framkvæmdar mælingar með TLD kristöllum og einnig mælt „build up“ í meðferðargeisla línuhraðla.
    Niðurstöður voru að viðmiðunarskammtar og mældir skammtar hafa mestu frávikin í „exit dose“ mælingum. Ástæðan er að margir óvissuþættir hafa áhrif á þær mælingar. „Entrance dose“ mælingar eru í flestum tilfellum að gefa ásættanleg viðmiðunargildi. Díóður sem notaðar eru til húðgeislamælinga, þurfa að snúa með „build up“ frá húð. Einnig þarf að skoða óvissuþætti „exit dose“ mælinganna nánar og einnig geislaáætlunarkerfi Geisladeildar til að athuga hvort hægt sé að fá ásættanlegri viðmiðunarpunkta.
    Dregnar voru þær ályktanir að húðgeislamælingar á Geisladeild LSH hafa ekki verið í nógu góðu lagi síðustu ár. Í framhaldi af þessari ritgerð var sett í gang átak innan Geislaeðlisfræðideildar til að skoða nánar „exit dose“ mælingar og sjá hvaða óvissuþætti er hægt að minnka. Æskilegast væri að mæla geislaálag á húð sjúklinga mest með „exit dose“ þar sem „build up“ væri þá ekki að trufla meðferð við mælingar á „entrance dose“. Mikilvægt er að vinna verklagsreglur fyrir geislamælingar, sem tryggja betra öryggiseftirlit með geislameðferð hvers og eins sjúklings.

Samþykkt: 
  • 24.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geislamælingar á húð sjúklinga í geislameðferð.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna