ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8690

Titill

„Þú veist þetta er náttúrulega bara alið upp í manni.“ Form og tilgangur sjómannadagsins í Vestmannaeyjum fyrr og nú

Leiðbeinandi
Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Í þessari ritgerð er form og tilgangur sjómannadagsins í Vestmannaeyjum skoðaður útfrá kenningum um sviðslist. Ritgerðinni er skipt í fimm hluta en í byrjun verður fjallað um hátíðir og nýjustu rannsóknir á þeim hér á landi. Í öðrum hluta er tekin fyrir sviðslistafræði og þær kenningar sem stuðst er við þegar fjallað verður um sjómannadaginn í Vestmannaeyjum. Þriðji kafli er um uppruna dagsins allt frá fyrstu hugmyndum, þangað til dagurinn varð að veruleika í Reykjavík 1938. Þá er farið í uppruna dagsins í Vestmannaeyjum en einnig sagt frá þeim hátíðum er voru fyrir meðal sjómanna þar. Í fjórða kafla er svo sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum skoðaður út frá kenningum um sviðslist, en þar mun ég styðjast við viðtöl er ég tók við sex einstaklinga um upplifun þeirra á deginum, ásamt heimildum úr fundargerðarbókum sjómannadagsráðs og Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja. Að lokum er fjallað um tilgang sjómannadagsins frá sjónarhóli þeirra er ég tók viðtal við.

Samþykkt
24.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hrefna BA_SHG_2.pdf1,58MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna