is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8698

Titill: 
  • Möguleikar íslenska skipaflotans til að draga úr olíunotkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslensk stjórnvöld hafa sett skýr markmið um umhverfislega sjálfbærni í samgöngum. Í því felst að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og framleiða orkumiðla úr endurnýjanlegrum orkugjöfum. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til að minnka eldsneytisnotkun og ný tækni kemur upp hérlendis á hverju einasta ári. Íslenski skipaflotinn, sem er að megninu samsettur af fiskiskipum, hefur minnkað töluvert. Fjöldi báta og stærð skipastólsins hefur minnkað og samfara því hefur olíunotkun dregist saman.
    Tæknilegir þættir sem geta sparað eldsneyti eru meðal annars: Bætt orkunýting búnaðar með orkustjórnun, bætt og breytt veiðafæri, hönnun skipa (skrokkur, skrúfur) og breyting á rafkerfi. Á Íslandi eru mörg nýsköpunarfyrirtæki sem hafa þróað tæki sem spara eldsneyti en þar mætti nefna Raf og Marorku ásamt Hafró og Siglingarstofnun.
    Aðrir orkumiðlar eru að verða samkeppnishæfir og þar eru lífdísilolía og DME eru líklegust til að keppa við venjulega díselolíu. Hægt er að nota lífdísil og DME á venjuleg skip án flókinna breytinga. Aðrir möguleikar krefjast breytinga en helsta breyting væri að skipta brunavél út fyrir efnarafal. Efnarafalar eru álitlegur kostur í framtíðinni en þeir verða líklega ekki orðnir samkeppnishæfir fyrr en eftir 10-15 ár. Allir þessir orkumiðlar eru mun umhverfisvænni en díselolía.
    Brennsla á olíu er umhverfislega ósjálfbær vegna þess að bruni hennar myndar gróðurhúsalofttegundir, svifryk og önnur mengandi efni. Einnig er olía mjög hættuleg sjávarlífríki ef hún sleppur úr tönkum skipa.
    Niðurstöður verkefnisins eru að þessum sökum að miklir möguleikar eru fyrir útgerðir, fyrirtæki og aðra sem eiga skip að spara olíu og aðrir orkugjafar séu að verða samkeppnishæfir. Þar að auki er mjög mikilvægt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda og annarra skaðlegra efna. Aðal kostir þess að framleiða okkar eigið eldsneyti eru: Orkuöryggi og sjálfbærni í orkumálum, gjaldeyrissparnaður og kolefnisbinding
    Lykilorð:
    Íslenski skipaflotinn, olíunotkun, olíusparnaður, DME, Lífdísill, vetni, umhverfismál, endurnýtanleg orka.

Samþykkt: 
  • 24.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
allt_saman.pdf967.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna