ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8708

Titlar
  • Próffræðilegir eiginleikar matskvarða á tölvuleikjavanda

  • en

    Psychometric properties of problemtic gaming scale

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Próffræðilegir eiginleikar matskvarða um tölvuleikjavanda, Game Addiction Scale (GAS), voru athugaðir. Skoðuð var bæði fjögra þátta lausn og eins þátta lausn á 21 atriða útgáfu kvarðans sem og eins þátta lausn styttri útgáfu kvarðans. Áreiðanleiki 21 atriða kvarðans var alfa=0,93 og sjö atriða kvarðans var alfa=0,86. Réttmæti kvarðans var athugað með því að athuga fylgni við tölvuleikjaspilun og fylgni við matskvarðann Problem Video Game Playing – Revised (PVP-R) sem hafði áður verið lagður fyrir hérlendis. Réttmæti kvarðans reyndist viðunandi og kom í ljós að fylgni við tíma varið í spilun reyndist hærri fyrir GAS heldur en fyrir PVP-R. Skoðuð voru þrjú mismunandi viðmið um tölvuleikjavanda út frá sjö atriða útgáfu kvarðans og kom í ljós að 1-5% þátttakanda uppfylltu viðmið um tölvuleikjavanda, drengir uppfylltu frekar viðmið um tölvuleikjavanda heldur en stúlkur. Einnig var skoðað fylgni kvarðans við námsárangur, tómstundir, búsetu, tölvuleikjategundir o.fl.. Kom í ljós að þeir sem eiga í vanda spila frekar skotleiki, fjölnotendaspunaleiki (MMORPG), ævintýraleiki og leiki bannað fyrir yngri en 18 ára. Einnig var skoðað hvort að einhver munur væri á því hvernig tölvuleiki kynin spila og kom í ljós að drengir spila flestar leikjategundir meira en stúlkur að frátöldum tónlistar og partýleikjum, uppbyggingarleikjum og netleikjum.

Samþykkt
24.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerð, loka.pdf471KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna