ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8710

Titill

Upplifun eldri borgara af heimaþjónustu. Fræðileg úttekt

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að skoða upplifun eldri borgara af því að þiggja heimaþjónustu. Á Íslandi sem og í hinum vestræna heimi hefur hlutfall aldraðra aukist verulega og spáð er áframhaldandi aukningu á næstu áratugum. Þetta kallar á aukna þjónustu og er stefna heilbrigðisyfirvalda að auka heimaþjónustu. Hérlendis er í boði fjölbreytt heimaþjónusta, bæði félagsleg heimaþjónsta og heilbrigðisþjónusta sem er ætlað að mæta andlegum, líkamlegum og félagslegum þörfum eldri borgara sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda. Því er mikilvægt að þekkja viðhorf eldri borgara til heimaþjónustu og reynslu þeirra af henni.
Tvær rannsóknarspurningarnar voru settar fram: Hverjar eru væntingar eldri borgara til heimaþjónustu? Hvernig upplifa eldri borgarar það að njóta heimaþjónustu? Gerð var nákvæm leit í gagnagrunnum Cinahl, SciVerse, ProQuest, og PubMed. Flestir vilja geta dvalið á sínum heimilum sem lengst og geta fengið aðstoð þegar starfshæfnin skerðist. Algengustu umkvartanir þátttakenda í þeim rannsóknum sem fundust um efnið tengdust missi á sjálfræði, óánægju með tímasetningar og að ekki væri tekið tillit til andlegra- og félagslegra þarfa þeirra. Eldri borgarar voru óvissir um hvert þeir gætu leita til að fá aðstoð. Mikil þörf er á frekari rannsóknum til að hægt sé að greina þarfir þjónustuþega betur og hvernig hægt er að koma á móts við þær.
Lykilorð: eldri borgarar, heimaþjónusta, upplifun, viðhorf

Samþykkt
24.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Yfirlýsing_Ólafía.pdf323KBLokaður Yfirlýsing PDF  
ólafía Ingibjörg B.S..pdf414KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna