is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8726

Titill: 
  • Gildi hlutanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir gera sér góða grein fyrir merkingu erfðagripa, hlutir sem ganga í arf, oft mann fram af manni. Þetta eru gildishlaðnir hlutir sem fela í sér mjög persónulega merkingu fyrir eigandann. Þetta eru munir sem skipta miklu máli fyrir eigenda þeirra, og er verðmæti þeirra mjög persónulegt. Ég ákvað að skoða gildi erfðagripsins, tengsl hans við tilfinningar, söguna sem fylgir honum og hvernig má nýta þær tilfinningar í hönnun.
    Sviptur gildi sínu er erfðagripur nánast verðlaus. Gildi hans felast í tilfinningum, minningum, frásögnum og fegurð. Gildin sem ég tengdi við erfðagripi eru verðgildi, tilfinningagildi, tengsl við atburði, frásagnir, minningar og fegurð. Þessi gildi eiga ekki öll við í hverju tilfelli, en það sem erfðagripir eiga sameiginlegt eru minningarnar og að einhver tengdur okkur átti hlutinn áður.
    Ég tók viðtöl við fimm einstaklinga og miðaði athugun mína út frá þeim. Viðmælendum mínum bar saman um mikilvægi og einkenni hlutanna, sem kom fram í viðræðu við þá. Mikilvægust þótti þeim saga hlutanna, tengsl hlutanna við atburði og tengslin við fólkið sem gaf hlutunum gildi.
    Minjagripir geyma minningar og það gera erfðagripir á sama hátt. Fegurðargildið var mikilvægara í frásögnunum heldur en verðgildið. Ég velti því fyrir mér hvaðan gildismat okkar kemur og hvernig mætti nýta það í hönnun. Ég valdi því að skoða tilfinningahönnun (e. emotional design) og út á hvað hún gengur. Tilfinningar og saga skipta okkur greinilega miklu máli og ættu því að vera mikilvægt markmið í hönnun.

Samþykkt: 
  • 25.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8726


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf291.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna