is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8732

Titill: 
  • Skipulag í Garðabæ : svefnbær í mótun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skipulagsmál snerta flesta þætti í okkar nánasta umhverfi. Mikilvægustu stefnumarkanir eru teknar með staðfestingu aðalskipulags fyrir hvert sveitarfélag, sem síðar er útfært nánar í deiliskipulagi. Skipulagsnefndir og bygginganefndir taka ákvaðanir um þau atriði sem liggja til grundvallar aðalskipulagi og deiliskipulagi. þó svo að skipulagstillögur séu kynntar og auglýstar samkvæmt lögum hefur lítið borið á umfjöllun um grundvallarákvarðanir í skipulagsmálum. Flestir hafa þó ákveðnar skoðanir á hverfum og einstökum byggingum þegar þær líta dagsins ljós og sýnist þá sitt hverjum.
    Bæjarfélög á Íslandi eiga sér mislanga forsögu. Þau sem byggðu á verslun og útgerð frá fornu fari hafa eðlilega byggst upp á annan hátt en þau sem byggst hafa upp sem úthverfi Reykjavíkurborgar. Reykjavík var lengi lítið þorp sem byggðist upp kringum danska kaupmenn og sjómenn á árabátaöld, en breyttist svo á tiltölulega stuttum tíma úr bæ í borg. Um miðja 20. öld þegar þrengja fór að byggingarlandi í borginni byggðust úthverfin upp, hinir efnaminni fengu nokkuð frjálsar hendur til húsbygginga í Kópavogi, en þeir efnameiri byggðu íburðarmeiri einbýlishús í Garðabæ.
    Bæði samfélögin áttu það sameiginlegt að byggðin byggðist ekki upp frá einum kjarna, miðbæ, eins og Reykjavík byggðist upp frá Kvosinni, þar sem öll verslun og þjónusta hafði fest rætur.
    Leitin að miðbæ var því seinni tíma verkefni sem sveitarfélögin hafa verið að glíma við á síðustu árum. Þegar íbúafjöldi bæjarfélaganna vex verða þær kröfur æ háværari að mannlífið þurfi að hafa meiri forgang í skipulagi.

Samþykkt: 
  • 25.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf165.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna