ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8733

Titill

Hið íslenska bókmenntafélag. Frumkvöðlar og félagsmyndun

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Í þessu 60 eininga meistaraverkefni í stjórnmálafræði er fjallað aðdraganda og stofnun Hins íslenska bókmenntafélags árið 1816. Félagið hafði það að markmiði að efla menntun, styðja við íslenskt samfélag og styrkja tungumálið. Í ritgerðinni er farið yfir hvernig félaginu tókst að standa við þessi háleitu markmið og skoðað er hvernig starfsemi félagsins þróaðist fram til ársins 1912. Fjallað er sérstaklega um stofnendur félagsins þá Rasmus Kristján Rask, Árna Helgason og Geir biskup Vídalín auk Jóns Sigurðssonar. Allir báru þeir einkenni frumkvöðla og beittu félagsforminu til þess að ná fram hugmyndum sínum og markmiðum. Í ritgerðinni er skoðað hvort félagið hafi eingöngu verið embættismannafélag eða hvort hinn almenni félagsmaður hafi einnig haft áhrif á stefnu félagsins. Þá er greint frá helstu félögum sem stofnuð voru í lok 18. aldar og á þeirri 19. Farið er yfir tímarita- og bókaútgáfu Hins íslenska bókmenntafélags á þessu tímabili en sérstaklega er fjallað um þau verkefni sem félagið efndi til og síðar töldust viðfangsefni ríkisins. Þannig sá félagið til dæmis um skrásetningu um hagi landsmanna og manntal á árunum 1858-1875 og gaf út ritið Skýrslur um landshagi á Íslandi sem síðar varð hluti að Stjórnartíðindum. Einnig stóð félagið fyrir átaki í veðurmælingum og tók stóran þátt í landmælingum Íslands. Í ritgerðinni er reynt að greina samfélagsleg áhrif félagsins út frá frumkvöðlakenningum á sviði þriðja geirans og áhrif hinna alþjóðlegu stefna og strauma á útgáfu og starfsemi félagsins

Samþykkt
25.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Olof-Dagny-Oskarsd... .pdf3,46MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna