is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/873

Titill: 
  • Innkaupaferli Mjólkursamsölunnar ehf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Innkaup aðfanga eru oft stærsti einstaki kostnaðarliður fyrirtækja og því er afar mikilvægt
    að þau séu vel skipulögð. Hlutverk innkaupadeildar er að sjá um innkaup og birgðahald
    innan fyrirtækisins og er hún því að þjónusta aðrar deildir í fyrirtækinu. Til að
    innkaupadeild geti starfað með skilvirkum hætti þarf hún að hafa yfir að ráða góðum
    hugbúnaði til að vinna með og hæfu starfsfólki. Birgðir eru stór þáttur í afkomu
    fyrirtækja, ef þær eru of miklar verður fjárbindingin of mikil en ef þær eru of litlar getur
    það komið niður á viðbragðsflýti og afkomu fyrirtækisins. Í seinni tíð hafa stjórnendur
    gert sér þetta ljóst og hafa stofnað miðstýrðar innkaupadeildir sem sérhæfa sig í
    innkaupum og birgðahaldi.
    Hjá Mjólkursamsölunni ehf. var stofnuð innkaupadeild eftir sameiningu allra
    afurðastöðva í landinu sem ætlað er að sjá um innkaup hins nýja sameinaða fyrirtækis.
    Í rannsókn sem gerð var á innkaupdeild Mjólkursamsölunnar kom í ljós að þar hefur
    verið unnið ötullega að því að bæta sikilvirkni innkaupa en þó eru þar nokkur atriði sem
    betur mættu fara. Gerð er úttekt á starfsemi deildarinnar, en einnig er gerð könnun á því
    hvernig innkaupunum var háttað fyrir stofnun hennar. Megin niðurstaða rannsóknarinnar
    er að frammistaða innkaupdeildar sé í kringum meðaltal þess sem gerist á landsvísu hjá
    meðalstórum fyrirtækjum. Lagt er til að keyptur verði hugbúnaður sem auki skilvirknina.
    Eru niðurstöður af þessu rannsóknum ásamt tillögum að breytingum dregnar saman í
    niðurstöðukafla í lok skýrslunnar. Rannsóknin sýnir einnig fram á að með sparnað á
    innkaupasviði fyrirtækisins er hægt að auka hagnað sem hlutfall af heildartekjum
    umtalsvert.
    Lykilorð:
    Innkaup
    Birgðahald
    Hugbúnaður
    Aðföng
    Miðstýring

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf84.14 kBOpinnInnkaupaferli - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskr%E1.pdf106.61 kBOpinnInnkaupaferli - heimildaskráPDFSkoða/Opna
lok2106 ORboka.pdf2.04 MBLokaðurInnkaupaferli - heildPDF
utdrattur.pdf55.73 kBOpinnInnkaupaferli - útdrátturPDFSkoða/Opna