ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8741

Titlar
 • Snertiskynjun vökva með aðstoð eðlisfræðihermis

 • en

  Haptic rendering of fluids using a physics engine

Skilað
Maí 2011
Útdrættir
 • Þetta verkefni snýst um að athuga hvort að hægt sé að nýta eðlisfræðiherma til að herma vökva í rauntíma og tengja þá hermun við snertiskynjunartæki. Farið er yfir þá eðlisfræði-herma sem til eru og þeir metnir út frá því hversu vel þeir henta í þessum tilgangi. Af þeim hermum sem koma best út er einn valinn (PhysX) og þróaðar aðferðir til að tengja vökva-hermun með honum við snertiskynjun. Í þessum tilgangi er hannað og smíðað forrit sem birtir notanda sýndarvökva, bæði sjónrænt og í gegnum snertiskynjunartækið Novint Falcon.
  Lögð er áhersla á þróun aðferða fyrir afmörkuð notkunartilvik eins og þegar að vökvi fellur lóðrétt niður til jarðar. Þróuð er aðferð sem getur gefið notanda tilfinningu fyrir því að snert sé á vökva sem hreyfist að megninu til í eina átt. Afraksturinn er sá að hægt er að gefa notanda nokkuð eðlilega tilfinningu fyrir því að hann sé að snerta á vökvanum.
  Aðferðin sem þróuð var virkar að mestu leyti vel en þó eru hnökrar á henni þegar notandi færir sig til hornrétt á rennsli vökvans. Í framhaldi af þessu verkefni væri hægt að fínpússa aðferðina betur til þess að losna við þetta vandamál. Einnig væri áhugavert að prófa önnur notkunartilvik eins og þau að hræra í vökva en ekki tókst að fara almennilega í það í þessu verkefni.

 • en

  This thesis investigates whether it is possible to use physics engines to simulate fluids in real-time and to connect that simulation to a haptic device. A list of possible physics engines is compiled and each engine evaluated with respect to how well it fulfills the requirements for this purpose. One of the physics engines (PhysX) that comes out on top is selected and methods developed to connect it to a haptic device. A software program that renders real-time fluid both graphically and haptically is designed and developed.
  The emphasis is put on the development of methods for specific use cases like fluids that fall vertically to the ground. A method is developed that can haptically render a fluid that mostly flows in a single direction. The result is that it is possible to give the user the ability to touch the fluid in a realistic way.
  The method developed works well for the most part but has some issues when the user moves the device perpendicular to the flow of the fluid. A continuation of this thesis could look into refining the method to get rid of this problem. Developing the method for other use cases, like stirring a liquid, would also be interesting.

Samþykkt
25.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
asbjornk_msc_thesis.pdf1,4MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna