ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8744

Titill

Áhrif líkamsræktar á verki og andlega líðan kvenna með vefjagigt: Hvernig geta hjúkrunarfræðingar veitt þeim stuðning og fræðslu?

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Tilgangur þessa kerfisbundna fræðilega yfirlits er að kanna áhrif líkamsræktar á verki og andlega líðan kvenna með vefjagigt ásamt aðferðum sem hjúkrunarfræðingar geta notað til að veita konum fræðslu og stuðning. Vefjagigt er sjúkdómur sem setur mark sitt á daglegt líf þolenda en 80-90% þeirra eru konur. Ekki er til lækning við sjúkdómnum. Til að afmarka rannsóknarefnið var unnið út frá eftirfarandi rannsóknarspurningum:
▪ Hefur líkamsrækt jákvæð áhrif á verki og andlega líðan hjá konum með vefjagigt?
▪ Hvers konar líkamsrækt hentar konum með vefjagigt?
▪ Hvernig geta hjúkrunarfræðingar byggt upp hjúkrunarmeðferð fyrir konur með
vefjagigt sem byggir á stuðningi og fræðslu um mikilvægi hreyfingar?
Efnisleit fór fram í eftirfarandi gagnasöfnum: EBSCOhost, Google Scholar, Ovid, Pubmed og Scopus. Leitað var eftir rannsóknargreinum og fræðilegum úttektum með ákveðnum lykilorðum.
Niðurstöður gefa skýrt til kynna að líkamsrækt hefur marktæk áhrif á verki og andlega líðan kvenna með vefjagigt og veitir þannig aukin lífsgæði. Helsta meðferðarleið skyldi ávallt vera líkamsrækt en hún er talin forsenda þess að draga úr áhrifum sjúkdómsins á líf þolenda. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar veiti fræðslu um ávinning líkamsræktar. Árangur byggist á því að konur taki ábyrgð á eigin meðferð en í upphafi meðferðar getur stuðningur hjúkrunarfræðings skipt sköpum.

Samþykkt
25.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sigurlaug A. Thorst.pdf1,11MBLokaður Heildartexti PDF