is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8759

Titill: 
  • Leikið á vitundina : súrrealisminn í þágu markaðarins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á upphafi síðustu aldar lagði André Breton drög að nýrri listastefnu í riti sínu Stefnuyfirlýsing Súrrealismans. Yfirlýsingin kom í kjölfarið á nýjum uppgötvunum á sviði sálgreiningar, þar sem hugmyndin um undirmeðvitundina hafði komið fram, og Súrrealisminn byggði á því að listamenn rannsökuðu eigin undirmeðvitund, drauma og faldar hvatir, og byggðu á þeim við listsköpun sína. Stefnan átti eftir að eiga sér fylgismenn sem störfuðu við hinar ýmsu listgreinar, og teygði síðar meir áhrif sín inn í hönnun, tísku og auglýsingagerð.
    Innreið súrrealískra áhrifa inn í auglýsingar má rekja til þess að hugmyndir sálgreinenda höfðu einnig rutt sér til rúms í markaðssetningu. Auglýsingamenn komust að því að árangursríkasta leiðin til að höfða til neytenda væri að tala til undirmeðvitundar þeirra, og leitast við að spila á ómeðvitaðar tilfinningar þeirra og langanir til að koma vörum sínum á framfæri. Vísun Súrrealismans í drauma og óra átti þannig augljósa samleið með hinum nýju aðferðum auglýsenda. Súrrealistarnir vísuðu óhikað í kynferði, óra og ofbeldi, og lögðu áherslu á að ímyndaraflinu væri gefinn laus taumurinn. Í meðförum auglýsenda voru sömu aðferðir notaðar til að hreyfa við duldum órum neytenda, og þeir voru svo tákngerðir í vörunni sem var auglýst.
    Súrrealísk áhrif í auglýsingum eru athyglisvert rannsóknarefni, jafnt frá sjónrænu og hugmyndafræðilegu sjónarhorni. Innsýn inn í þann flokk auglýsinga sem geta kallast súrrealískar getur varpað ljósi á það hvaða kenndir það eru sem knýja hegðun mannsins, og hvaða brögðum er hægt að beita til þess að hreyfa við þessum kenndum. Dæmi um auglýsingar þar sem þessum brögðum var beitt sýna að slíkar auglýsingar voru bæði eftirminnilegar og áhrifaríkar og gefa til kynna að súrrealisminn hafi afhent auglýsendum öflugt tæki til að skapa auglýsingar sem höfðuðu beint til undirmeðvitundar mannsins.

Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8759


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf512.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna