is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8767

Titill: 
  • Forprófun á árangri hópkvíðameðferðar fyrir unglinga. Tjillið - kvíðanámskeið
  • Titill er á ensku Group cognitive behavior therapy for anxious adolescents. A pilot study
Útgáfa: 
  • Júní 2011
Útdráttur: 
  • Árangur tíu tíma hópmeðferðar við kvíðaröskunum unglinga var forprófaður. Meðferðin var haldin á BUGL og þátttakendur voru börn á aldrinum 13-15 ára og foreldrar þeirra (N=5). Börnin voru öll greind með kvíðaröskun ótilgreinda. Árangurinn var fundinn með stöðluðum spurningalistum sem mátu kvíðaeinkenni (MASC), tilfinningaleg vandamál, erfiðleika í hegðun, félagsfærni, samskiptavanda (SDQ) og þunglyndiseinkenni (CDI). Einnig var lagður fyrir listinn Huglægt mat á kvíðahegðun og listi sem mat ánægju barna og foreldra með meðferðina. Þátttakendur svöruðu spurningalistunum fyrir og eftir meðferð og voru skor listanna borin saman. Helstu niðurstöður voru þær að unglingar mátu kvíða- og þunglyndiseinkenni sín aðeins minni eftir meðferð en fyrir, foreldrar mátu tilfinningalega erfiðleika barna sinna aðeins minni eftir meðferð en félagsfærni þeirra eins eftir meðferð og fyrir. Bæði foreldrar og börn mátu kvíðahegðun töluvert minni eftir meðferð en fyrir og voru ánægð með námskeiðið. Taka verður niðurstöðum með fyrirvara um veikleika rannsóknarinnar sem eru lítið úrtak og skortur á samanburðarhópi.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this pilot study was to evaluate a family-based group treatment for adolescent anxiety. Participants were 13-15 year old children (N = 5) and their parents. The children all fullfilled diagnostic criteria for anxiety disorder, not otherwise specified. The effectiveness of the intervention was evaluated with standardized questionnaires that assess anxiety symptoms (MASC), emotional symptoms, behavior problems, social skills, peer relationship problems (SDQ) and depression symptoms (CDI). The participant also answered a questionnaire about subjective assessment of anxiety behavior and a questionnaire to assess childrens and parents contentment with the treatment. Participants answered the questionnaire pre- and posttreatment and their scores were compared. The results indicated that in the adolescents opinion anxiety and depression symptoms were a little less after the treatment and in their parents opinion the adolescents emotional symptoms were a little less after the treatment but social skills were the same. Anxiety behavior was less after the treatment in both adolescents and parents opinion and they were content with the treatment. The studies shortcomings are no comparison group and too few participants and should therefore be taken into account in the evaluation of the treatment.

Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8767


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
CP-ritgerd.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna