ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8768

Titill

Öryggishegðun íslenskra Facebook-notenda

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Tengslanetasíður á borð við Facebook eru ört vaxandi samskiptavettvangur. Notendur gefa upp mikið magn persónuupplýsinga sem utanaðkomandi aðilar geta misnotað með ýmsum hætti. Athuganir benda til þess að notendur séu ómeðvitaðir um þessar hættur, og sýni takmarkaða öryggishegðun í notkun sinni á Facebook. Gerð var rannsókn til að kortleggja öryggishegðun íslenskra Facebook-notenda. Þátttakendur voru 245 íslenskir Facebook-notendur. Lagt var upp með 6 rannsóknartilgátur: (T1) Uppgefið magn persónuupplýsinga hefur jákvæða fylgni við öryggishegðun, (T2) mat þátttakenda á eigin netöryggi hefur neikvæða fylgni við öryggishegðun, (T3) bein reynsla þátttakenda af netógn hefur jákvæða fylgni við öryggishegðun, (T4) óbein reynsla þátttakenda af netógn hefur jákvæða fylgni við öryggishegðun, (T5) almenn tilhneiging þátttakenda til trausts hefur neikvæða fylgni við öryggishegðun, og (T6) Reynsla af notkun Facebook hefur jákvæða fylgni við öryggishegðun. Tilgátur fengu ekki stuðning í niðurstöðum. Fram kom að uppgefið magn persónuupplýsinga hafði neikvætt samband við öryggishegðun, og að mat þátttakenda á eigin netöryggi hafði jákvætt samband við öryggishegðun. Athugasemdir þátttakenda gáfu til kynna að þátttaka í könnuninni hefði stuðlað að bættu netöryggi hjá þeim, sem gæti haft þýðingu fyrir forvarnar- og fræðslustarf.

Samþykkt
26.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Öryggishegðun ísle... .pdf582KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna