is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8771

Titill: 
  • Vinnuumhverfi og samskipti hjúkrunarfræðinga á bráðadeildum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga er margbreytilegur og lifandi vettvangur þar sem samskipti vega þungt og truflanir frá umhverfinu eru tíðar. Auk klínískrar færni þurfa hjúkrunarfræðingar að búa yfir mikilli færni í samskiptum og skilningi á áhrifum truflana þar á.
    Tilgangur þessarar samantektar var að gera grein fyrir því hvað felst í vinnuumhverfi hjúkrunar og hver þáttur samskipta er. Einnig var skoðað hvaða afleiðingar truflanir geta haft á vinnu og samskipti hjúkrunarfræðinga á bráðadeildum.
    Niðurstöður leiddu í ljós að mikilvægt er að skilja vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga til að hægt sé að stuðla að heilbrigði, vellíðan og öryggi hjúkrunarfræðinga sem og sjúklinga. Í heilbrigðu vinnuumhverfi hjúkrunar þarf að tryggja góða stjórnun, samvinnu og næga mönnun. Vægi samskipta er mikið enda eiga hjúkrunarfræðingar í stöðugum samskiptum við samstarfsfólk og skjólstæðinga. Truflanir á samskiptum hjúkrunarfræðinga eru tíðar og áhrif þeirra eru rof á einbeitingu, minnkuð afkastageta og skilvirkni auk mögulegra neikvæðra áhrifa á útkomu skjólstæðinga.
    Af niðurstöðum má álykta að ef gerð væri rannsókn á íslenskum sjúkrahúsum á eðli og áhrifum samskipta auk truflana á þau mætti hugsanlega bæta gæði hjúkrunar og gera hana skilvirkari. Þetta gæti sömuleiðis minnkað líkur á mistökum í starfi.
    Lykilorð: Samskipti, truflanir, vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga.

Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Kristjánsdóttir.pdf274.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna