ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8774

Titill

Tengsl áfalla og erfiðleika á uppvaxtar- og fullorðinsárum við geðheilsu kvenna

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tengsl áfalla í æsku og á fullorðinsárum við geðheilsu barnshafandi kvenna á Íslandi. Þetta var skoðað með því að athuga hvort aukinn fjöldi áfalla auki líkur á lyndis- og kvíðaröskunum og kanna hverskonar áföll og erfiðleikar það eru sem auka líkur á röskununum hvað mest. Helstu niðurstöður voru þær að aukinn fjöldi áfalla í æsku og á fullorðinsárum jók líkur á geðröskunum. Þau áföll sem spáðu fyrir um lyndis- og/eða kvíðaraskanir í æsku, þegar búið var að stemma áhrif fjölda áfalla í æsku, voru: Alvarleg veikindi í æsku, kynferðisleg misbeiting, alvarlegt líkamlegt ofbeldi og alvarleg geðræn vandamál fjölskyldumeðlims á æskuheimili. Þegar forspárgildi þunglyndis eða óyndis var kannað sérstaklega bætti tegund áfalla í æsku ekki marktækt við skýrða dreifingu þunglyndis og/eða óyndis umfram það sem fjöldi áfalla í æsku skýrði. Þegar forspárgildi tegundar áfalla á fullorðinsárum var kannað kom í ljós að tegund áfalla á fullorðinsárum bætti ekki marktækt við skýrða dreifingu geðraskana umfram það sem fjöldi áfalla í æsku og á fullorðinsárum skýrði. Þessar niðurstöður benda til að áföll í æsku spái betur fyrir um kvíða og þunglyndi síðar á ævinni en áföll sem eiga sér fyrst stað á fullorðinsárum en fjöldi áfalla virðist vera einskonar millibreyta þegar kemur að sambandinu á milli áfalla í æsku og geðheilbrigðis seinna í lífinu.

Samþykkt
27.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokeintak ritgerða... .pdf971KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna