is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8775

Titill: 
  • „Ég er fullorðin á ensku…“ Máltaka, mál og sjálfsmynd þrítyngdrar stúlku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á tímum hnattvæðingar og fólksflutninga eru tungumál að verða æ mikilvægari. Mun meiri samskipti og samvinna er á milli þjóða og fólk er gjarnara að flytjast á milli landa sem verður til þess að tungumálanotkun og kunnátta breytist. Mörg samfélög eru því orðin fjölmenningarleg og breytast úr eintyngdum í fjöltyngd, með blöndun tungumála. Þessi þróun gerist einnig hjá einstaklingum. Í ritgerðinni veltir höfundur fyrir sér hvað gerist þegar einstaklingur elst upp við að nota fleiri en eitt tungumál dags daglega. Fjallað eru um áhrif fjöltyngis á máltöku, mál og sjálfsmynd 17 ára þrítyngdrar unglingsstúlku. Reifaðar eru kenningar um áhrif fjöltyngis á máltöku, mál og sjálfsmynd einstaklinga. Greint er frá máltöku stúlkunnar og farið yfir niðurstöður viðtala. Saga stúlkunnar er tengd við fræðilega umfjöllun og aðrar rannsóknir.
    Niðurstöðurnar eru mjög sambærilegar við niðurstöður annarra rannsókna. Stúlkan sýnir eðlilega hegðun fjölmálshafa og sníður málsnið sitt eftir stakki hverju sinni. Málvíxl eru eðlilegur hluti máls hennar og hömlur á notkun þess þrengja að tjáningarmöguleikunum. Fjöltyngda er erfitt að setja á bás og er erfitt að skilgreina. Sjálfsmynd, málakunnátta, menningarbakgrunnur, málvíxl allt blandast þetta saman á alveg einstakan hátt í hverjum einstaklingi. Fjöltyngdir hafa hæfileika til að upphefja landamæri milli tungumála, menningarsamfélaga og landa og vera einstakir heimsborgarar.

Samþykkt: 
  • 27.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8775


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Sigrún Sveinsdóttir.pdf667.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna