ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8780

Titill

Áhrif sértæks Aurora-A kínasahindra á brjóstaþekjufrumulínur með stökkbreytingu í BRCA2 geninu

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og má áætla að ein af hverjum tíu konum muni greinast með brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. Meiri hluti brjóstakrabbameina eru tilkomin vegja tilviljanakenndra sómatískra stökkbreytinga en þó má rekja næstum fjórðung þeirra til ættlægra galla í erfðamenginu. Einn af þessum erfðagöllum er stökkbreyting í BRCA2 geninu, en hún erfist með Mendelskum erfðum og finnst í 7-8% brjóstakrabbameinstilfella á Íslandi. Það sem einkennir þær konur sem eru arfblendnar með þessa stökkbreytingu er að þær þróa með sér krabbameinið fyrr en þær sem hafa ekki stökkbreytinguna, og einnig eru þær í aukinni hættu á að fá krabbamein í eggjastokkana. Sýnt hefur verið fram á að Aurora-A kínasinn er magnaður upp í BRCA2 krabbameinum og oft þýðir það verri horfir fyrir sjúklinginn. Því eru núna miklar vonir bundnar við sértæka Aurora-A kínasahindra og tilvonandi meðferðarmöguleika þeirra í framtíðinni.

Samþykkt
27.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
LokaritgerðSLSAuroraA.pdf785KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna