is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8784

Titill: 
  • Notkun virkniskráa í hjúkrun sjúklinga á móttökugeðdeildum. Reynsla hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Forrannsókn þessi er hluti af stærri rannsókn, en megin tilgangur hennar er að meta notkunarmöguleika virkniskráa í klínísku starfi á móttökugeðdeildum. Í þessum hluta, sem er rýnihóparannsókn, er könnuð reynsla hjúkrunarfræðinga af gagnsemi virkniskráningar í deildarstarfi. Með notkun virkniskráa er ætlunin að bæta hjúkrun á geðdeildum og gera hana markvissari með því að efla virkni og sjálfsumönnun sjúklinga auk þess að draga úr kvíða og þunglyndi. Ýmsar erlendar rannsóknir sýna notagildi virkniskráa í meðferð við geðrænum vanda á borð við þunglyndi og kvíða. Virkniskrár eru til dæmis notaðar á göngudeildum en síður á móttökugeðdeildum sem er tilefni þessarar rannsóknar.
    Þrjár móttökugeðdeildir voru valdar í rannsóknina, tvær tilraunadeildir og ein samanburðardeild. Tvö rýnihópaviðtöl voru tekin, en í hvorum hópnum fyrir sig voru þrír hjúkrunarfræðingar sem tekið höfðu þátt í notkun virkniskráa með sjúklingum á tilraunadeild. Starfsaldur þeirra á deildinni var á bilinu 2,5 til 12 ár. Stjórnandi viðtalanna var reyndur hjúkrunarfræðingur og honum til aðstoðar voru hjúkrunarfræðinemar sem hljóðrituðu viðtölin, vélrituðu og innihaldsgreindu ásamt leiðbeinanda. Viðtölin voru hálfstöðluð og innihéldu nokkrar opnar eða hálfopnar meginspurningar. Í niðurstöðum koma fram fjögur meginþemu, ásamt nokkrum undirþemum og eru þau túlkuð og borin saman við fræðilegt efni.
    Lykilorð: Þunglyndi, kvíði, hugræn atferlismeðferð, virkniskrá, virkniskráning, virknimeðferð, rýnihópar, innihaldsgreining.

  • Útdráttur er á ensku

    This pilot study is part of a larger research project which main purpose is to determine the application potential of activity schedules in acute psychiatric wards. This part of the research is a focus group study, in which nurses' experience of the usefulness of activity scheduling is studied. The purpose of activity schedules is to improve nursing in psychiatric wards and make it more effective by increasing the activity and self care of patients as well as reducing anxiety and depression. Several studies have demonstrated the usefulness of activity schedules in the treatment of mental illnesses such as depression and anxiety. Activity schedules are more commonly used in outpatient clinics than acute psychiatric wards which are focus of this study.
    Three acute psychiatric wards were chosen for this study, two experimental wards and one control ward. Two focus group interviews were conducted and each group was composed of three nurses who had participated in the use of activity schedules on an experimental ward. Their period of employment on the ward ranged from 2.5 to 12 years. The moderator of the interviews was an experienced nurse and was assisted by nursing students who recorded the interviews, transcribed and content analysed them in collaboration with their thesis advisor. The interviews were semi-structured and contained a few open or semi-open main questions. The four main themes as well as a few subthemes of the interviews are discussed and interpreted in the result chapter and compared with published literature.
    Key words: Depression, anxiety, cognitive behavioral therapy, activity schedule, activity scheduling, behavioral activation, focus groups, content analysis.

Samþykkt: 
  • 27.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun virkniskráa.pdf2.86 MBOpinnPDFSkoða/Opna