is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8794

Titill: 
  • „Það eru fjórir og svo fékk hann þrjá og þá eru það sjö“ : hvaða leiðir fara fimm ára börn við að leysa stærðfræðileg viðfangsefni?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn sem unnin var í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð og gagna aflað með myndbandsupptökum og skráningum á árunum 2009 til 2010. Um hentugleikaúrtak var að ræða.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna stærðfræðiskilning fimm ára barna, hvaða stærðfræði þau beita í leik og starfi, hvernig börn á þessum aldri leysa stærðfræðileg viðfangsefni og hvernig einstaklingsmunur milli barna birtist. Til að fá sem gleggsta mynd af leiðum barnanna voru þau bæði skoðuð í leik og þegar þau unnu að ýmsum stærðfræðiverkefnum með kennara. Tilgangurinn er að niðurstöðurnar geti nýst mér sem sérkennslustjóra og öðrum leikskólakennurum í starfi sínu með börnum.
    Í fræðilegum bakgrunni er fjallað um rannsóknir á stærðfræðinámi ungra barna og hvernig stærðfræðiskilningur ungra barna þróast. Að auki er gerð grein fyrir hlutverki kennara og þeim ramma er umlykur leikskólann.
    Helstu niðurstöður eru að börnin eru fær um að leysa margskonar stærðfræðileg viðfangsefni og þau eru áhugasöm þegar kemur að stærðfræði. Börnin leika sér í fjölbreyttum stærðfræðitengdum leikjum, sýna samvinnu og eru dugleg að nýta umhverfi sitt. En þrátt fyrir að flest börn þrói stærðfræðihugsun sína í gegnum leik með öðrum börnum þá er því ekki þannig farið hjá öllum börnum og því mikilvægt að kennarar tryggi að öll börn öðlist reynslu af stærðfræði.

Samþykkt: 
  • 27.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8794


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diana Sigurdardottir - M.Ed. 2011 pdf..pdf704.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna