ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8796

Titill

Skynúrvinnsla unglinga sem fæddir voru litlir fyrirburar

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Rannsókn þessi er hluti af landfræðilega afmörkuðu framhaldsrannsókninni, Litlir fyrirburar– langtímaeftirlit, þar sem heilsufar og þroski lítilla fyrirbura er kannaður. Tilgangurinn var að kanna hvað einkennir skynúrvinnslu þeirra á unglingsárunum og að svara því hvort marktækur munur væri á útkomu unglinganna í rannsóknarhópnum og jafnaldra þeirra í samanburðarhópnum. Þátttakendur voru 30 unglingar sem fæddir voru á árunum 1991–1995 og vógu minna en 1000 g við fæðingu og 29 fullburða jafnaldrar þeirra. Við upplýsingaöflun var notast við sjálfsmatslistann Sensory Profile fyrir unglinga og fullorðna en honum er ætlað að meta skynúrvinnslu. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferðafræði. Niðurstöður voru skoðaðar með lýsandi tölfræði og t–prófi óháðra úrtaka var beitt til að bera saman hópana. Niðurstöður sýndu að meirihluti unglinga sem fæddir voru litlir fyrirburar virtust ekki eiga við skynúrvinnsluvanda að stríða. Aukið skynnæmi var þó áberandi hjá hluta rannsóknarhópsins sem og lág skráning skynboða. Meirihluti samanburðarhópsins skoraði Svipað og flestir í þremur fjórðungum. Hins vegar raðaðist meirihluti hans í flokkinn Minna en flestir í fjórðungnum Lág skráning skynboða. Marktækur munur var á meðaltali heildarskora unglinga í rannsóknarhópnum og samanburðarhópnum í þremur fjórðungum og var meðaltal rannsóknarhópsins ávallt hærra. Á heildina litið virtist því meirihluti allra þátttakenda ekki glíma við skynúrvinnsluvanda. Aukin þekking á skynúrvinnslu barna og unglinga leiðir meðal annars til þess að þeir sem að umgangast þá geri sér raunhæfari væntingar til færni þeirra og þátttöku í athöfnum daglegs lífs. Upplýsingar um skynúrvinnslu unglinganna eru mikilvægur hluti framhaldsrannsóknarinnar, Litlir fyrirburar– langtímaeftirlit. Þær varpa ljósi á framtíðarhorfur unglinganna og hvort vísbendingar um skynúrvinnsluvanda, sem þeir virtust glíma við í æsku, fylgi þeim fram á fullorðinsárin..
Lykilhugtök: Litlir fyrirburar, Skynúrvinnsla, AASP.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað til 1. júní 2012

Samþykkt
30.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Skynúrvinnsla ungl... .pdf4,36MBOpinn  PDF Skoða/Opna