is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8806

Titill: 
  • "Sjórinn hefur alltaf heillað mann": áhrif starfsloka á daglegt líf sjómanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Starfslok eru stór tímamót í lífi sérhvers einstaklings og ýmsir þættir geta haft áhrif á starfslokaferlið. Margar rannsóknir, erlendar og íslenskar, hafa verið gerðar á starfslokum bæði almennt og einnig sértækt hjá ýmsum stéttum, en engin rannsókn er beindist sérstaklega að starfslokum sjómanna. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif starfsloka á daglegt líf sjómanna. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig upplifa sjómenn starfslok sín? Þátttakendur voru sex karlkyns sjómenn á aldrinum 67 til 73 ára sem höfðu hætt á sjó fyrir tveimur til sjö árum síðan. Þeir voru valdir markvisst af formanni Sjómannafélags Eyjafjarðar. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn en sú aðferð gefur þátttakendum tækifæri til þess að tjá eigin upplifun af starfslokum. Gagnaöflun fór fram með opnum viðtölum, þar sem stuðst var við viðtalsramma. Þau fóru öll fram á heimilum þátttakenda og voru hljóðrituð og afrituð orðrétt. Aðferð grundaðrar kenningar var notuð við gagnagreiningu, þar sem megin fyrirbærin í frásögnum sjómannanna voru dregin fram og útskýrð. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að það hvort þátttakendur gátu sjálfir valið hvenær þeir hættu á sjónum hafði mikil áhrif á það hvernig þeim vegnaði við starfslok sem sjómenn. Þeim eina sem hafði alveg frjálst val vegnaði vel en þeim sem voru þvingaðir til að hætta vegnaði síður. Valið hafði áhrif á hvernig þeim tókst að undirbúa starfslok sín og viðfangsefni í kjölfar starfsloka á sjó. Lykilhugtök: starfslok, starfshlutverk, sjómenn, umbreyting, daglegt líf.

Samþykkt: 
  • 30.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjórinn hefur alltaf heillað mann.pdf612.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna