is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8807

Titill: 
  • Hvernig er skrifstofan þín? : úttekt á skrifstofurýmum starfsmanna við Háskólann á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Starfsumhverfi Íslendinga og annarra vestrænna þjóða hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Breytingarnar felast einna helst í auknum hraða, samkeppni og minna starfsöryggi á vinnumarkaði sem um leið eykur streitu starfsmanna. Samkvæmt lögum ber atvinnurekendum að tryggja öryggi starfsmanna og gott vinnuumhverfi. Huga þarf að mörgu eins og til dæmis uppröðun skrifstofubúnaðar, stillimöguleikum hans, andrúmslofti og hita. Markmið rannsóknarinnar, sem er megindleg, var að meta áhættuþætti í efnislegu starfsumhverfi skrifstofufólks við Háskólann á Akureyri, veita í kjölfarið íhlutun og að lokum kanna þekkingu á starfsumhverfi, nýtingu hennar og ánægju. Notast var við tilviksathugun þar sem ólíkar aðferðir voru notaðar við gagnaöflun. Við úttekt á áhættuþáttum var stuðst við Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlitsins og Norræna matskerfið. Þátttakendur voru valdir með markmiðsúrtaki og þær kröfur gerðar að þeir ynnu um 80% af vinnutíma sínum við skrifstofustörf, 14 samþykktu þátttöku, 2 karlar og 12 konur en 11 svöruðu spurningarlista.
    Þátttakendur fengu einstaklingsfræðslu með sýnikennslu við íhlutun sem byggð var á niðurstöðum útttektar, en einnig var þeim gefið tækifæri til að læra sjálfir á skrifstofubúnaðinn. Til að meta aukna þekkingu og nýtingu hennar á vinnuvistfræðilegum þáttum sem og ánægju var notaður spurningalisti sem rannsakendur sömdu. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að aðbúnaður starfsmanna var innan viðmiðunarmarka en áhættuþættir í efnislegu starfsumhverfi urðu helst til vegna vankunnáttu á skrifstofubúnað. Vinnustólar, vinnuborð og tölvubúnaður voru í mörgum tilvikum ekki notaðir á hentugan hátt. Meirihluti þátttakenda var metinn í mikilli hættu varðandi álag á bak, axlir og háls og má rekja það til vankunnáttu á stillimöguleikum skrifstofubúnaðar. Þekking þátttakanda hafði í flestum tilvikum aukist eftir íhlutun og einnig nýting hennar. Ánægja með starfsumhverfi hafði einnig aukist lítillega frá því fyrir rannsókn.

Samþykkt: 
  • 30.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig er skrifstofan þin, heild.pdf2.8 MBOpinnPDFSkoða/Opna