ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8811

Titill

Horft til suðurs. Hvað getur Ísland lært af sögu Möltu fyrir og eftir inngöngu í Evrópusambandið?

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um Evrópuvæðingu Möltu og Íslands. Markmið hennar er að skoða hvaða lærdóm Ísland getur dregið af sögu Maltverja og samskiptum þeirra við Evrópusambandið bæði fyrir og eftir inngöngu landsins í sambandið. Sértaklega er fjallað um samningaferli Möltu og stöðu landsins eftir að það gekk í Evrópusambandið árið 2004. Notast er við smáríkjakenningar til þess að greina stöðu smáríkja í alþjóðasamskiptum og sýna möguleika þeirra til þess að hafa áhrif á sín málefni. Farið verður yfir það hvaða tilslakanir Maltverjar náðu í gegn í samningaferli sínu og hvernig þeir fóru að því. Því næst verður farið yfir samningaferli Íslands og Evrópusambandsins eins og það stendur í dag. Þá verður þeirri spurningu svarað hvað Ísland getur lært af samningaferli Möltu við Evrópusambandið. Niðurstöðurnar eru þær að Ísland getur dregið þann lærdóm af sögu Möltu að nýta stöðu sína sem smáríki sér til framdráttar í samningaferlinu við Evrópusambandið, hafa mikil samskipti við innlenda hagsmunahópa og bindast bandalögum við stærri ríki innan sambandsins. Smáríki verða að forgangsraða málum sínum innan Evrópusambandsins, vinna með öðrum ríkjum í bandalögum og vera sýnilega til þess að geta haft áhrif á þau mál sem snerta þau.

Samþykkt
30.5.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MA-ritgerð_Gudbjor... .pdf845KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna