is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8820

Titill: 
  • Samskipti í krabbameinsmeðferð : aðgát skal höfð í nærveru sálar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar heimildarleitar var að skoða samskipti milli hjúkrunarfræðinga, krabbameinssjúklinga í meðferð og aðstandenda þeirra og greina á milli góðra og slæmra samskipta við þessar aðstæður. Einnig var tilgangurinn að skoða rannsóknir sem sýnt hafa fram á hvaða áhrif samskipti geta haft á krabbameinssjúklinga sem eru í meðferð og hvaða bjargráð þeir nota.
    Heimilda var aflað frá gagnagrunnunum Chinal, EBSCOhost og PubMed, fræðasetri google (scholar.google.com), Gegnir.is og Skemmunni. Einnig var notast við lýsingar krabbameinssjúklinga á samskiptum og líðan á meðferðartímanum úr óunnri rannsókn.
    Helstu niðurstöður heimildasamantektarinnar sýndu að þegar einstaklingur greinist með krabbamein getur það haft áhrif á líf sjúklingsins og fjölskyldu hans á yfirþyrmandi og ógnvekjandi hátt. Mikilvægt er að hafa gott upplýsingaflæði til sjúklinga og efla góð samskipti til að koma í veg fyrir óánægju og vanlíðan. Rannsóknir sýndu að krabbameinssjúklingum fannst auðveldara að leita til hjúkrunarfræðinga en lækna þegar þá vantaði upplýsingar og að læknar vilja að krabbameinssjúklingar viti allan sannleikann um ástand sitt og hafi skilning á því sem væri í vændum. Samskipti hafa áhrif á hvernig sjúklingum líður í meðferðinni og góð samskipti stuðla að betri meðferðarheldni. Einnig kom fram að eðli samskipta getur haft áhrif á hvernig krabbameinssjúklingum líður og að góð samskipti innihalda virka hlustun, opna líkamstjáningu og að sjúklingnum sé gefinn betri tími. Dæmi um slæm samskipti geta verið að tala niður til sjúklingsins og að halda frá honum upplýsingum. Mikið er um það nú orðið að fjölskyldan taki þátt í meðferð krabbameinssjúklinga og skipta þá samskipti við fjölskyldur meira máli nú en áður og að samskiptin séu sniðin að þörfum hverrar fjölskyldu.
    Lykilhugtök: Samskipti, krabbameinssjúklingar, krabbameinsmeðferð, trúarbrögð, fjölskyldan.

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of this literature review was to examine communication between nurses, cancer patients in cancer treatment and their family members and differentiate between good and bad communication during these circumstances. Another purpose was to explore studies that have shown the effect communication can have on a cancer patient in treatment and what coping skills they use.
    Information were gathered in databases from Chinal, EBSCOhost and PubMed, Google Scholar (http://scholar.google.com), Gegnir.is and Skemman. Other sources include descriptions from cancer patients from an unpublished study on communication and wellbeing during time of treatment.
    The main result from this literature review shows that when an individual is diagnosed with cancer it can impact the life of the patient and his family in an overwhelming and intimidating way. It is important to keep a steady flow of information and good communication with the patient to prevent dissatisfaction and distress. Research showed that cancer patients found it easier to turn to nurses than doctors when they needed information and that doctors want the cancer patient to be fully informed of their condition and that they have an understanding of what is about to happen. Communication affects how a patient feels during treatment; good communication enhances better treatment adherence. It was also found that the nature of communication can have an effect on how the cancer patient feels during treatment and that good communication includes active listening, open body language and making time. Bad communication can include talking down to the patient and withholding information. It is common nowadays that family members take an active part in the cancer patient’s treatment and so communication with the family is more important now than ever and that communication is formed around the needs of each family.
    Keywords: communication, cancer patients, cancer treatment, religion, family.

Samþykkt: 
  • 30.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samskipti við krabbameinssjúklinga.pdf505.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna